Sumarstörf 2021
Garðabær auglýsir laus til umsóknar fjölbreytt sumarstörf fyrir ungt fólk árið 2021.
-
Sumarstörf 2021
Garðabær auglýsir laus til umsóknar fjölbreytt sumarstörf fyrir ungt fólk árið 2021. Um er að ræða ýmis störf í bænum, allt frá almennum garðyrkjustörfum til sérhæfðari starfa í stofnunum.
Nánari upplýsingar um störfin má finna hér og hér.
Umsóknarfrestur um sumarstörfin er til og með 8. mars 2021. Sótt er um störfin á ráðningarvef Garðabæjar. Þegar umsókn hefur verið fullkláruð berst staðfestingarpóstur um að umsókn sé móttekin. Berist sá póstur ekki þarf að yfirfara skráningu umsóknar.