4. okt. 2022 Menning og listir Tónlistarskóli

Tónleikar Ómars Guðjónssonar

Sunnudagskvöldið 9. október kl. 20 lýkur Ómar Guðjónsson tónleikaferðalagi sínu um landið með tónleikum í sal Tónlistarskóla Garðarbæjar að Kirkjulundi.

  • Tónleikar Ómars Guðjónssonar
    Sunnudagskvöldið 9. október kl. 20 lýkur Ómar Guðjónsson tónleikaferðalagi sínu um landið með tónleikum í sal Tónlistarskóla Garðarbæjar að Kirkjulundi.

Sunnudagskvöldið 9. október kl. 20 lýkur Ómar Guðjónsson tónleikaferðalagi sínu um landið með tónleikum í sal Tónlistarskóla Garðarbæjar að Kirkjulundi.

Tilefni tónleikaferðalagsins er útgáfa á plötunni Ómar fortíðar en þekkt lög úr þjóðarsál Íslendinga eru flutt á plötunni og leikur Ómar á hljóðfærið fetilgítar. Með Ómari leika þeir Matthías Hemstock á slagverk og Tómas Jónsson á píano og hljóðgervla. Lögin sem hljóma á plötunni og flutt verða á tónleikunum eru úr smiðju Karls Ó Runólfssonar, Jónasar Tómassonar, Árna Thorsteinssonar og Bjarna Þorsteinssonar og öll frá árunum 1930 til 1960.

Ómar Guðjónsson hefur um áratugaskeið verið áberandi flytjandi tónlistar í flestum stílum og stefnum ryþmískrar tónlistar. Hann hefur einnig rannsakað hljóðheim gítarsins en á tónleikunum hljóma margar gersemar úr íslenskri sönglagahefð þó án ljóða. Ómar hefur skapað ný lög enda þekktur fyrir að feta nýjar slóðir. Þessi nýja útgáfa af lögum sem snert hafa íslensk hjörtu, lög sem við ólumst upp við, verður borin fram með rómantíkina sem réð ferð hjá höfundum laganna að leiðarljósi.

Aðgangur á tónleikana er ókeypis og öll velkomin meðan húsrúm leyfir. Það er menningar- og safnanefnd Garðabæjar sem kostar tónleikana í samstarfi við Tónlistarskóla Garðabæjar. 

Viðburður á facebook síðu Garðabæjar.