2. jún. 2020

Umsóknarfrestur um sumarstörf framlengdur

ATH -  Umsóknarfrestur fyrir sumarstörf fyrir 17-25 ára hefur verið framlengdur til miðnættis 3. júní. 

  • Bæjarstjórn í beinni
    Fundur bæjarstjórnar Garðabæjar 15. apríl kl. 17 er í beinni útsendingu hér á vef Garðabæjar.

ATH - Ráðningarvefur Garðabæjar var óvirkur um tíma um helgina 31. maí og 1. júní.  Vegna þessa hefur umsóknarfrestur fyrir sumarstörf fyrir 17-25 ára verið framlengdur til og með 3. júní nk. (til miðnættis 3. júní)

Um miðjan maí var opnað fyrir umsóknir um ný og fleiri sumarstörf fyrir 17-25 ára ungmenni með lögheimili í Garðabæ. 

Öll ungmenni á aldrinum 17-25 ára með lögheimili í Garðabæ geta sótt um sumarstörf en ekki er hægt að tryggja val um ákveðin störf en tryggt er að allir sem sækja um fyrir lok umsóknarfrests fá sumarvinnu hjá Garðabæ. Þeir sem eru 18-25 ára býðst 87,5% starf í 7 vikur og 17 ára býðst 75% starf í 6 vikur í sumar.

Störfin eru öll auglýst hér á vef Garðabæjar þar sem eru nánari upplýsingar um þau og hlekkur yfir á ráðningarvef Garðabæjar þar sem sótt er um störfin rafrænt.

Um er að ræða sumaratvinnuátak Garðabæjar vegna atvinnuástandsins í þjóðfélaginu í tengslum við COVID-19 faraldurinn. Hluti starfanna er einnig í tengslum við sumaratvinnuátak fyrir námsmenn á landsvísu í samvinnu við Vinnumálastofnun.