11. sep. 2018

Undraveröld Kron by Kronkron fer senn að ljúka

Undraveröld Kron by Kronkron er heiti sýningar sem hefur verið í Hönnunarsafni Íslands á Garðatorgi undanfarna mánuði. 

  • Frá sýningunni Undraveröld Kron by Kronkron
    Frá sýningunni Undraveröld Kron by Kronkron

Undraveröld Kron by Kronkron er heiti sýningar sem hefur verið í Hönnunarsafni Íslands á Garðatorgi undanfarna mánuði. Um er að ræða sköpunarverk þeirra Hugrúnar Árnadóttur og Magna Þorsteinssonar sem hafa á síðustu tíu árum hannað, framleitt og selt um allan heim yfir 2000 tegundir hluta, þar af yfir 1200 skótegundir sem eru uppistaðan á þessari sýningu.

Sýningin hefur vakið mikla lukku en um er að ræða undraveröld Hugrúnar og Magna en þau byggja þennan hliðarheim ásamt börnum sínum. Hugrún og Magni opnuðu verslunina Kronkron við Vitastíg árið 2004 eftir að hafa rekið skóbúðina Kron á Laugavegi frá árinu 2000.

Sýningunni fer nú senn að ljúka en lokaball sýningarinnar fer fram þriðjudaginn 18. september næstkomandi í Hönnunarsafni Íslands þar sem allir eru velkomnir. Sjá nánar hér.

Þá leiðir Bergrún Íris Sævarsdóttir ritsmiðju fyrir börn á aldrinum 9–13 ára í tengslum við sýninguna þann 16. september næstkomandi í Hönnunarsafni Íslands. Sjá nánar hér.