24. ágú. 2022 Grunnskólar Skólamál

Upphaf skólaárs í Garðabæ

Skólasetning grunnskólanna í Garðabæ var í gær þriðjudaginn 23. ágúst og hófst kennsla skv. stundaskrá í dag 24. ágúst. Í vetur hefja 2570 nemendur nám í 1.-10. bekk í öllum grunnskólum í Garðabæ. Þar af er 231 barn er skráð í 1. bekk.

  • Ný fimm ára deild við Sjálandsskóla
    Deildin tekur til starfa í haust og innritun er hafin. Starfið í leikskóladeildinni samtvinnast markvisst við grunnskólann og börnin taka þátt.

Skólasetning grunnskólanna í Garðabæ var í gær þriðjudaginn 23. ágúst og hófst kennsla skv. stundaskrá í dag 24. ágúst. Í vetur hefja 2570 nemendur nám í 1.-10. bekk í öllum grunnskólum í Garðabæ. Þar af er 231 barn er skráð í 1. bekk en þeim hópi var boðið að dvelja á frístundaheimilum skólanna dagana áður en skólastarf hófst til að kynnast nýju umhverfi, húsnæði, skólalóð og starfsfólki skólanna.

Starfsmenn hafa undanfarna daga unnið að skipulagi skólastarfsins og hlakka til að takast á við nýtt skólaár en þau síðustu hafa einkennst af samkomutakmörkunum vegna heimsfaraldurs.

Gengið vel að fá kennara en vantar starfsfólk á frístundaheimili

Góð staða er í grunnskólum bæjarins hvað varðar mönnun og ráðningar en vel hefur gengið að fá kennara og annað starfsfólk til starfa. Þó vantar að ráða inn starfsmenn í nokkrar stöður stuðningsfulltrúa sem og á frístundaheimilin. 

Öll börn sem skráð voru í frístund fyrir 1. ágúst sl. hafa fengið staðfesta dvöl. Alls eru 466 börn komin með staðfesta vistun í frístundaheimilum í Garðabæ. 100 börn, sem öll voru skráð í frístund í ágúst eru á biðlista þar sem ekki hefur tekist að ráða starfsfólk á öll heimilin. Unnið er hörðum höndum af því að ráða inn fólk og vonir standa til að börnin komist að fljótlega.

Hægt er að sækja um störf í grunnnskólum og frístundaheimilum hér.