11. sep. 2024 Umhverfið

Upplýsingar um loftgæði nú aðgengilegar á vefnum

Garðbæingar geta nú nálgast mikilvægar upplýsingar um loftgæðin í sínu nærumhverfi á vef bæjarins.

Garðabær festi kaup á loftgæðamæli á haustmánuðum 2023 og eru niðurstöður mælinga nú aðgengilegar í stiku efst á vef bæjarins.

Um færanlegan mæli er að ræða og hefur hann verið staðsettur á Garðaholti hingað til og verður þar áfram um sinn. Í loftgæðastöðinni eru fullkomnir símælandi ryk- og brennisteinsmælar auk veðurstöðvar.

Staðsetning loftgæðamælisins er valin í samstarfi við heilbrigðiseftirlitið sem fylgist með mæliniðurstöðum og gefur út tilkynningar ef þurfa þykir.

Mælingarnar eru sem áður sagði aðgengilega á vef Garðabæjar og einnig á vefnum www.loftgaedi.is

Til glöggvunar þá fylgja hér skýringar á viðmiðunarmörkum og þýðingu þeirra lita sem sjást á vefnum.

Viðmiðunarmörk fyrir hverja klukkustund eru eftirfarandi:

Viðmiðunarmörk

Merkingar litanna:

Litakóði