8. apr. 2021

Upplýstir og virkir foreldrar eru besta forvörnin

Miðvikudagskvöldið 7. apríl sl. var haldinn opinn fundur um líðan unglinga í Garðabæ.  Upptaka af útsendingunni verður aðgengileg á vef Garðabæjar og á fésbókarsíðu bæjarins fram til mánudags 12. apríl nk.

  • Hagir og líðan unglinga
    Fundur um líðan unglinga í Garðabæ

Miðvikudagskvöldið 7. apríl sl. var haldinn opinn fundur um líðan unglinga í Garðabæ.  Foreldrar og aðrir áhugasamir gátu fylgst með fundinum í beinni útsendingu á vef Garðabæjar og fésbókarsíðu bæjarins.  

Upptaka af útsendingunni verður aðgengileg hér á vef Garðabæjar og á fésbókarsíðu bæjarins fram til mánudags 12. apríl nk.

Foreldrar barna og ungmenna í Garðabæ eru hvattir til að horfa á fyrirlesturinn að fá upplýsingar um líðan barnanna okkar og hvað á sér stað í umhverfi þeirra og okkar. 

Nýjar upplýsingar um hagi og líðan barnanna okkar

Í byrjun fundar kynntu fulltrúar frá Grunnstoð Garðabæjar (fulltrúar foreldrafélaga í grunnskólum Garðabæjar) starfsemi þess og sögðu frá undirbúningi foreldrarölts sem er verið að setja af stað aftur í maí eftir nokkurra ára hlé.

Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu, kynnti niðurstöður nýjustu könnunar á á högum og líðan grunnskólabarna í 8., 9., og 10. bekk og fór yfir helstu tölur sem varða unglinga í Garðabæ.

Könnunin var framkvæmd í febrúar 2021 meðal nemenda í 5.-10. bekk í öllum skólum landsins. Í könnuninni er spurt um hegðun og líðan barnanna, notkun samfélagsmiðla og tölvuleikja, heilsu og líðan, svefn og klámnotkun. Skoða má niðurstöður könnunarinnar á landsvísu á vefnum https://www.rannsoknir.is