Útilegutæki og ferðavagnar
Eigendur ferðavagna og hvers kyns útilegutækja eru beðnir um að fjarlægja þá af bílastæðum skóla í Garðabæ þar sem skólastarf er hafið að fullu.
-
Mynd: Skjáskot fengið úr fræðslumyndbandi Samgöngustofu um eftirvagna (ferðavagna)
Að gefnu tilefni er rétt að minna á að fjarlægja þarf hvers kyns útilegutæki og ferðavagna við bílastæði skóla í Garðabæ. Skólastarf er farið á fullt og eigendur tækjanna eru beðnir um að fjarlægja ferðavagnanna sem fyrst.
Hér á vefnum má sjá eldri frétt þar sem finna má góð ráð um ferðavagna og umferðaröryggi.