16. sep. 2020

Veljum grænu leiðina í samgönguviku

Garðabær tekur þátt í samgönguviku sem er haldin dagana 16.-22. september.  Þriðjudaginn 29. september verður haldinn íbúafundur á fjarfundaformi um umferðaröryggismál í Garðabæ.

  • Samgönguvika 16.-22. september
    Samgönguvika 16.-22. september

Garðabær tekur þátt í samgönguviku sem er haldin dagana 16.-22. september. Samgönguvikan er árlegt evrópskt átak um bættar samgöngur í borgum og bæjum með áherslu á vistvænar samgöngur. Í ár er yfirskrift samgönguvikunnar ,,Veljum grænu leiðina". 

Garðabær tekur þátt í samgönguvikunni ásamt sveitarfélögum víðs vegar um allt land.  Sjá dagskrá í Garðabæ hér í viðburðadagatalinu. 

Ný umferðaröryggisáætlun Garðabæjar í vinnslu

Nú stendur yfir vinna við nýja umferðaröryggisáætlun Garðabæjar sem hófst fyrir um tveimur árum  með aðstoð EFLU verkfræðistofu og starfsmönnum tækni- og umhverfissviðs Garðabæjar en umferðarmál heyra undir skipulagsnefnd Garðabæjar. 

Markmið umferðaröryggisáætlunar er að vinna að bættu umferðaröryggi í bænum, fækka slysum og auka lífsgæði bæjarbúa sem og annarra sem ferðast um bæinn.  Umferðaröryggi snýst að miklu leyti um hegðun íbúa í umferðinni en einnig um gatnakerfi, hraðatakmarkandi aðgerðir og ferðavenjur.

Íbúafundur - fjarfundur - um umferðaröryggismál í Garðabæ

ATH íbúafundi á fjarfundaformi hefur verið frestað um viku til þriðjudagsins. 29. september kl. 17.

Í tengslum við gerð umferðaröryggisáætlunar Garðabæjar verður haldinn íbúafundur á fjarfundaformi þriðjudaginn 29. september nk. kl. 17:00 í beinni útsendingu á fésbókarsíðu Garðabæjar. 

Markmiðið með fundinum er að gefa íbúum innsýn í vinnu við gerð nýrrar umferðaröryggisáætlunar Garðabæjar og þar verður kynntur ábendingavefur fyrir íbúa þar sem hægt verður að senda inn ábendingar um varasama staði og hindranir í gatnakerfi, göngu- og hjólastígum Garðabæjar. 

Í kjölfarið á íbúafundinum verður opnaður sérstakur ábendingavefur þar sem verður hægt að senda inn ábendingar um varasama staði og hindranir í gatnakerfi, göngu- og hjólastígum. Ábendingavefurinn verður aðgengilegur á vef Garðabæjar, gardabaer.is, og verður opinn fram í miðjan október.  Allir eru velkomnir að fylgjast með fjarfundinum og á meðan á fundinum stendur verður hægt að senda inn spurningar og ábendingar. 

Viðburður á fésbókarsíðu Garðabæjar.