Arnarland: Frestur til að skila inn athugasemdum framlengdur til 20. janúar
Frestur til að skila inn athugasemdum um tillögur að breytingu á aðal- og deiliskipulagi Arnarlands hefur verið framlengdur til 20. janúar
-
Í Arnarlandi er gert ráð fyrir blöndu af íbúðum, ýmissi nærþjónustu og heilsuklasa.
Frestur til að skila inn athugasemdum um tillögur að breytingu á aðal- og deiliskipulagi Arnarlands hefur verið framlengdur til 20. janúar
Haldinn var opinn íbúafundur um nýja tillögu að breytingu á aðal- og deiliskipulagi Arnarlands þann 4. desember. Á fundinum var farið yfir breytingar sem gerðar hafa verið á skipulaginu frá fyrri tillögum. Kynninguna má sjá hér.
Frá opnun íbúafundi um nýja tillögu að breytingu á aðal- og deiliskipulagi Arnarlands, 4. desember.
Í Arnarlandi er áhersla lögð á öflugt og líflegt borgarumhverfi sem styrkir nærumhverfið og bætir lífsgæði þeirra sem búa og starfa á svæðinu sem og í nálægð við það. Þar er gert ráð fyrir blöndu af íbúðum, ýmissi nærþjónustu og heilsuklasa þar sem áhersla er á aðsetur fyrir fjölbreytt fyrirtæki tengd heilsu og hátækni.
Tillögur að breytingu á aðal- og deiliskipulagi Arnarlands eru aðgengilegar á vef Garðabæjar og í skipulagsgátt. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að senda inn athugasemdir við tillögurnar.
Frestur til að skila inn athugasemdum hefur verið framlengdur og rennur út 20. janúar 2025.
Skila skal athugasemdum rafrænt í gegnum vef skipulagsgáttar eða á netfangið skipulag@gardabaer.is.