7. jún. 2024

Arnarland: Tillögur að nýju deiliskipulagi og breytingu aðalskipulagi

Fjöldi ábendinga og umsagna barst á kynningarstigi og hefur verið unnið úr þeim við mótun deiliskipulagsins og hefur tillagan því tekið talsverðum breytingum.

  • Tillaga að skipulagi Arnarlands: Kynningarfundur
    Kynningarfundur verður haldinn þriðjudaginn 11. júní í sal bæjarstjórnar Sveinatungu að Garðatorgi 7 og hefst hann klukkan 17.00. Öll velkomin

Garðabær hefur auglýst tillögu að  deiliskipulagi blandaðar byggðar í Arnarlandi og tillögu að breytingu á aðalskipulagi Garðabæjar.  

Skipulagstillaga til forkynningar var auglýst sumarið 2023 og samhliða voru haldnir tveir opnir kynningarfundir. Fjöldi ábendinga og umsagna barst á kynningarstigi og hefur verið unnið úr þeim við mótun deiliskipulagsins og hefur tillagan því tekið talsverðum breytingum.

 

Kynningarfundur verður haldinn þriðjudaginn 11. júní í sal bæjarstjórnar Sveinatungu að Garðatorgi 7 og hefst hann klukkan 17.00. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi. 

 

  Streymi fyrir fundinn

  • Í Arnarlandi er nú gert ráð fyrir blandaðri byggð með 3-6 hæða fjölbýlishúsum ásamt atvinnu-, verslunar og/eða þjónustuhúsnæði næst Hafnarfjarðarvegi.
  • Sérstök kennileitisbygging/atvinnuhúsnæði getur orðið allt að 8 hæðir. 
  • Tvær aðkomuleiðir eru að byggðinni, megin aðkoma að byggðinni er frá Fífuhvammsvegi en einnig er gert ráð fyrir undirgöngum undir Arnarnesveg frá Akrabraut fyrir akandi og gangandi/hjólandi umferð. 
  • Gert er ráð fyrir sér undirgöngum fyrir Borgarlínu við Hafnarfjarðarveg.
  • Til móts við atvinnuhúsnæði fyrir miðju svæðisins er gert ráð fyrir verslunar- og/eða þjónusturými á jarðhæðum í tengslum við miðlægt torg þar sem m.a. er gert ráð fyrir biðstöð Borgarlínu. 
  • Á svæðinu er gert ráð fyrir u.þ.b. 500 íbúðum og u.þ.b. 40.000 m² af verslunar, skrifstofu og þjónusturými.
  • Meginmarkmið skipulagsins er að leggja grunn að öflugu borgarumhverfi sem styður við svæðið sem samgöngumiðað svæði við samgöngu- og þróunarás. 
  • Helstu áherslur eru á starfsemi og uppbyggingu sem styður við virkan lífsstíl og blandaða byggð með þjónustu í nærumhverfinu og góða og skilvirka tengingu við megin umferðaæðar, stíga og opin svæði.

Hér má kynna sér deiluskipulagið: Arnarland - Tillaga að deiliskipulagi blandaðrar byggðar

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að senda inn rafrænar athugasemdir til og með 6. ágúst 2024 í gegnum vef skipulagsgáttar, www.skipulagsgatt.is (mál: 556/2023) eða á netfangið skipulag@gardabaer.is.

Hér má kynna sér aðalskipulagsbreytinguna:   Arnarland - Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að senda inn rafrænar athugasemdir til og með 6. ágúst 2024 í gegnum vef skipulagsgáttar, www.skipulagsgatt.is (mál: 556/2023) eða á netfangið skipulag@gardabaer.is.