29. mar. 2021 Grunnskólar Menning og listir

Barnamenningarhátíð í Garðabæ frestað

Dagana 19. – 24. apríl var fyrirhugað að halda veglega Barnamenningarhátíð þar sem skólahópum var boðið að taka þátt í öflugri dagskrá á Bókasafni Garðabæjar, í Hönnunarsafni Íslands og á glertorgum á Garðatorgi.

Dagana 19. – 24. apríl var fyrirhugað að halda veglega Barnamenningarhátíð þar sem skólahópum var boðið að taka þátt í öflugri dagskrá á Bókasafni Garðabæjar, í Hönnunarsafni Íslands og á glertorgum á Garðatorgi. 

Frestun hátíðarinnar er óhjákvæmileg en á meðfylgjandi mynd má sjá fugla eftir börn í 5. – 7. bekk en frá því í febrúar hafa börnin unnið ötullega að verkefninu Hverafuglar á bjargi sem átti að sýna á hátíðinni.