COVID-19: Tilslakanir á sóttvarnaráðstöfunum frá og með 28. ágúst
Ný reglugerð um tilslakanir á samkomutakmörkunum tók gildi 28. ágúst og gildir til 17. september nk.
-
Séð yfir Garðabæ
Ný reglugerð um tilslakanir á samkomutakmörkunum tók gildi 28. ágúst og gildir til 17. september nk.
Í frétt á vef heilbrigðisráðuneytisins frá 26. ágúst sl. er hægt að sjá minnisblað sóttvarnarlæknis og reglugerð heilbrigðisráðherra. Sjá einnig frétt frá 27. ágúst á vef heilbrigðisráðuneytisins um frekari tilslakanir og áætlanir um notkun hraðprófa.
Samkomutakmarkanir frá og með 28. ágúst til 17. september
- Áfram verður miðað við 200 manna fjöldatakmarkanir, 1 metra nálægðartakmörkun og almenna grímuskyldu. (ath ekki krafa um grímu á viðburðum utanhúss)
- Sund- og baðstaðir; heimilt að opna fyrir leyfðan hámarksfjölda samkvæmt starfsleyfi.
- Heilsu- og líkamsræktarstöðvar; heimilt að opna fyrir leyfðan hámarksfjölda samkvæmt starfsleyfi.
- Íþróttir: Iðkendur mega vera 200 manns á íþróttaæfingum og -keppnum.
- Eins metra regla fellur niður meðal áhorfenda á íþróttaviðburðum og í sviðslistum.
- Veitingasala heimiluð í hléum á íþróttaviðburðum og sviðslistum.
- Heimild fyrir 200 manns í sviðslistum , bæði á æfingum og sýningum.
- Eins metra regla fellur niður við athafnir trú- og lífsskoðunarfélaga.
- Söfn; heimilt að taka á móti leyfilegum hámarksfjölda samkvæmt starfsleyfi að gættri 1 metra reglu.
- Veitingastaðir; heimilt að taka á móti 200 gestum í rými. Gestir skulu skráðir í sæti í samræmi við ákvæði reglugerðar.
- Skráningarskylda: Á öllum viðburðum verður skylt að skrá gesti í sæti, líkt og á veitingastöðum, í samræmi við ákvæði reglugerðar. Skráningarskyldan á einnig við um einkasamkvæmi sem haldin eru á veitingastöðum eða viðlíka stöðum þar sem áfengisveitingar eru heimilar.
Hraðpróf og fjölmennir viðburðir – gildistaka 3. september
Sóttvarnalæknir leggur til að tekin verði upp notkun hraðprófa í tengslum við fjölmenna viðburði en mælir ekki með notkun sjálfsprófa þar sem þau séu ekki nógu nákvæm. Unnið verður að útfærslu á tillögum sóttvarnalæknis á næstu dögum miðað við að hægt verði að hafa 500 manns í hólfi á sitjandi viðburðum og engin fjarlægðarmörk miðað við notkun hraðprófa. Sú útfærsla verður unnin í nánu samráði við þau sem standa fyrir stórum viðburðum. Ákvæði nýrrar reglugerðar um takmarkanir á samkomum sem snýr að notkun hraðprófa á viðburðum tekur gildi 3. september og verður þá kynnt sérstaklega.