3. maí 2019 Fjölnota íþróttahús Framkvæmdir

Fjölnota íþróttahús rís í Vetrarmýri

Í dag, föstudaginn 3. maí, var skóflustunga tekin að byggingu fjölnota íþróttahúss í Vetrarmýri, í landi Vífilsstaða, í Garðabæ.

  • Skóflustunga að fjölnota íþróttahúsi í Garðabæ
    Skóflustunga að fjölnota íþróttahúsi í Garðabæ

Í dag, föstudaginn 3. maí, var skóflustunga tekin að byggingu fjölnota íþróttahúss í Vetrarmýri, í landi Vífilsstaða, í Garðabæ.  Við athöfnina bauð Gunnar Einarsson bæjarstjóri gesti velkomna og þakkaði þeim sem hafa komið að undirbúningi málsins og sagði frá því hvernig hann vonaðist til að íþróttahúsið yrði nýtt í framtíðinni af yngri sem eldri íbúum Garðabæjar.  Björg Fenger, formaður íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar, flutti einnig stutt ávarp og minntist þar m.a. á vinnu starfshóps að undirbúningi fjölnota íþróttahúss. 

Barnakór leikskólans Hæðarbóls flutti nokkur vel valin vorlög við þetta tækifæri og börnin í kórnum fengu svo það heiðurshlutverk að taka skóflustungu að nýja íþróttahúsinu.  Þeim til aðstoðar voru bæjarfulltrúar Garðabæjar og fulltrúar félaga eldri borgara í Garðabæ og Álftanesi. 

Skóflustunga að fjölnota íþróttahúsi í Garðabæ

Skóflustunga að fjölnota íþróttahúsi í GarðabæSkóflustunga að fjölnota íþróttahúsi í Garðabæ

Áætluð verklok í apríl 2021

Í lok síðasta árs var undirritaður verksamningur milli Garðabæjar og Íslenskra aðalverktaka um hönnun og byggingu á nýju fjölnota íþróttahúsi í Garðabæ og hönnun hófst í byrjun þessa árs. Gert er ráð fyrir að verklok verði í apríl 2021.Fjölnota íþróttahúsið verður með rými fyrir knattspyrnuvöll í fullri stærð innanhúss auk upphitunaraðstöðu ásamt tilheyrandi stoðrýmum. Stærð íþróttasalarins verður um 80x120 m,  með anddyri og öðrum stoðrýmum er flatarmál hússins um 18.200m². 

Markmið deiliskipulags lóðarinnar er að skapa umgjörð um raunhæfa og framsýna lausn á íþróttasvæði í góðum tengslum við byggð og samgöngur. 

Fjölnota íþróttahús