Fjörugt og gott samtal á íbúafundi á Álftanesi
Góð mæting var á íbúafund í Álftanesskóla í gær og mynduðust góðar og fjörugar umræður á meðal íbúa, bæjarstjóra og sviðsstjóra Garðabæjar.
Fráveitumál, almenningssamgöngur, íþróttaiðkun ungmenna í bænum, vegakerfið og fjármál Garðabæjar var meðal þess sem var rætt í þaula á íbúafundi í Álftanesskóla í gær. Fundurinn var sá fyrsti af þremur íbúafundum sem haldnir eru í október undir yfirskriftinni „Hvað er að frétta í Garðabæ“.
Almar Guðmundsson bæjarstjóri Garðabæjar ásamt sviðsstjórum buðu áhugasömum íbúum til samtals og sátu fyrir svörum. Fjöldinn allur af ábendingum og hugmyndum frá íbúum komu fram á fundinum og óhætt er að segja að fjörugar og góðar umræður hafi myndast.
Fyrir áhugasama sem ekki komust á fundinn verður hægt að horfa á upptökur af honum síðar.
Dag- og staðsetningar næstu íbúafunda:
- Annar fundur fer fram í Flataskóla þann 14. október, klukkan 19.30.
- Þriðji fundur verður haldinn 16. október klukkan 19.30 í Urriðaholtsskóla.