29. ágú. 2019 Fjölnota íþróttahús Framkvæmdir

Framkvæmdir við fjölnota íþróttahús

Miðvikudaginn 28. ágúst mætti fyrsti steypubíllinn á svæðið og hafist var handa við að steypa sökkul undir fyrsta útvegginn í fjölnota íþróttahúsi í Vetrarmýri.

  • Útveggur steyptur í fjölnota íþróttahúsi í Vetrarmýri
    Útveggur steyptur í fjölnota íþróttahúsi í Vetrarmýri

Framkvæmdir við fjölnota íþróttahúsið sem nú er í byggingu í Vetrarmýri eru nú í fullum gangi og miðar  vel.  Miðvikudaginn 28. ágúst mætti fyrsti steypubíllinn á svæðið og hafist var handa við að steypa sökkul undir fyrsta útvegginn í húsinu.  Næst verður farið í að útbúa fráveitu undir húsinu og svo verða áframhaldandi framkvæmdir við grundun hússins. 

Hönnun á húsinu hófst í byrjun þessa árs og í vor eða 3. maí sl. var skóflustunga tekin að byggingu hússins í Vetrarmýri, landi Vífilsstaða. Gert er ráð fyrir að verklok verði í apríl 2021.  

Fjölnota íþróttahúsið verður með rými fyrir knattspyrnuvöll í fullri stærð innanhúss auk upphitunaraðstöðu ásamt tilheyrandi stoðrýmum. Stærð íþróttasalarins verður um 80x120 m, með anddyri og öðrum stoðrýmum er flatarmál hússins um 18.200m². 

Framkvæmdir við fjölnota íþróttahús

Útveggur steyptur í fjölnota íþróttahúsi í Vetrarmýri

Útveggur steyptur í fjölnota íþróttahúsi í Vetrarmýri

DJI_0018