6. okt. 2022 Atvinnulíf Garðatorg – miðbær Menning og listir

Góð stemmning á uppskeruhátíð á Garðatorgi

Bændamarkaður, tilboð í verslunum, sirkus og matarvagnar settu svip sinn á uppskeruhátíð á Garðatorgi laugardaginn 1. október sl.  Hugmyndakassi um miðbæinn var á staðnum og hægt að senda inn hugmyndir um miðbæinn í samráðsgátt sem er opin til og með 9. október nk.

  • Uppskeruhátíð á Garðatorgi 1. október 2022
    Uppskeruhátíð á Garðatorgi 1. október 2022

Það var góð stemmning á uppskeruhátíð á Garðatorgi laugardaginn 1. október sl.  Uppskeruhátíðin var haldin í samstarfi rekstraraðila og Garðabæjar. Verslanir og þjónustuaðilar voru með fjölbreytt tilboð í tilefni dagsins. Gestir gátu heimsótt Hönnunarsafn Íslands og Bókasafn Garðabæjar. Í göngugötunni var bændamarkaður þar sem hægt var að versla ýmsar sælkeravörur, Götubitinn mætti með matarvagna og Sirkus Íslands skemmti ungum sem öldnum með ýmsum uppátækjum. 

Uppskeruhátíð á Garðatorgi 1. október 2022

Fleiri myndir frá uppskeruhátíðinni má sjá í myndalbúmi á facebook síðu Garðabæjar. 

Hugmyndir um Garðatorg - samráðsgátt opin til og með 9. október

Bæjarstjórn Garðabæjar skipaði í sumar undirbúningsnefnd vegna uppbyggingar miðbæjarsvæðis Garðabæjar. Nefndinni er gert að huga að heildarsýn fyrir svæðið, tengingum og öðru með það að markmiði að skapa aðlaðandi umhverfi og miðbæjarsvæði sem virkar.   Á uppskeruhátíðinni gátu gestir og gangandi sett niður hugmyndir á blað um Garðatorg og sett í hugmyndakassa sem var á staðnum á vegum undirbúningsnefndarinnar um miðbæinn.  
Fyrr í haust var opnuð samráðsgátt fyrir íbúa þar sem þeir geta sent inn hugmyndir og ábendingar um hvernig gera má góðan miðbæ betri.  Samráðsgáttin verður opin næstu daga eða til og með 9. október nk. Hér fyrir neðan er hlekkur á samráðsgáttina.

Hvernig gerum við góðan miðbæ betri? Hvernig viltu hafa Garðatorg?