Fréttir
Fyrirsagnalisti
Góð stemmning á uppskeruhátíð á Garðatorgi
Bændamarkaður, tilboð í verslunum, sirkus og matarvagnar settu svip sinn á uppskeruhátíð á Garðatorgi laugardaginn 1. október sl. Hugmyndakassi um miðbæinn var á staðnum og hægt að senda inn hugmyndir um miðbæinn í samráðsgátt sem er opin til og með 9. október nk.
Lesa meiraUppskeruhátíð á Garðatorgi
Laugardaginn 1. október verður haldin uppskeruhátíð á Garðatorgi. Verslanir og þjónustuaðilar bjóða upp á vörur og þjónustu, bændamarkaður með vörum beint frá býli verður í göngugötunni, bitabílar bjóða upp á góðgæti og Sirkus Íslands mætir. Þennan dag verður gestum og gangandi boðið að setja skriflegar hugmyndir um miðbæinn í hugmyndakassa sem staðsettur verður á torginu.
Lesa meiraHvernig gerum við góðan miðbæ betri – hvernig vilt þú hafa Garðatorg?
Skipuð hefur verið undirbúningsnefnd um uppbyggingu miðbæjar í Garðabæ. Markmið nefndarinnar er að vinna að undirbúningi þess að fullgera aðlaðandi og heildstæðan miðbæ á og í kringum Garðatorg. Nú hefur samráðsgátt um mótun miðbæjarins verið opnuð.
Lesa meira