Góður kynningarfundur um Arnarland: Upptaka
Góðar umræður og kynning voru á kynningarfundi um nýtt deiliskipulag fyrir Arnarland þriðjudagskvöldið 11. júní, en Garðabær hefur auglýst nýtt deiliskipulag og breytingu á Aðalskipulagi fyrir Arnarland.
Á fundinum fór Jóhanna Helgadóttir, arkitekt og skipulagsfræðingur, yfir skipulagið fyrir Arnarland og framtíðarsýn svæðisins og gestir fundarins gátu spurt spurninga og gefið álit sitt. Garðabær þakkar fyrir góðan fund og málefnalegar umræður.
Hér má nálgast ítarlega kynningu/glærur: Arnarland
Hér má horfa á upptöku frá fundinum
Forkynning var á málinu síðasta sumar og fjöldi ábendinga og umsagna barst á á því kynningarstigi og hefur verið unnið úr þeim við mótun deiliskipulagsins og hefur tillagan því tekið talsverðum breytingum.
- Í Arnarlandi er nú gert ráð fyrir blandaðri byggð með 3-6 hæða fjölbýlishúsum ásamt atvinnu-, verslunar og/eða þjónustuhúsnæði næst Hafnarfjarðarvegi.
- Sérstök kennileitisbygging/atvinnuhúsnæði getur orðið allt að 8 hæðir.
- Tvær aðkomuleiðir eru að byggðinni, megin aðkoma að byggðinni er frá Fífuhvammsvegi en einnig er gert ráð fyrir undirgöngum undir Arnarnesveg frá Akrabraut fyrir akandi og gangandi/hjólandi umferð.
- Gert er ráð fyrir sér undirgöngum fyrir Borgarlínu við Hafnarfjarðarveg.
- Til móts við atvinnuhúsnæði fyrir miðju svæðisins er gert ráð fyrir verslunar- og/eða þjónusturými á jarðhæðum í tengslum við miðlægt torg þar sem m.a. er gert ráð fyrir biðstöð Borgarlínu.
- Á svæðinu er gert ráð fyrir u.þ.b. 500 íbúðum og u.þ.b. 40.000 m² af verslunar, skrifstofu og þjónusturými.
- Meginmarkmið skipulagsins er að leggja grunn að öflugu borgarumhverfi sem styður við svæðið sem samgöngumiðað svæði við samgöngu- og þróunarás.
- Helstu áherslur eru á starfsemi og uppbyggingu sem styður við virkan lífsstíl og blandaða byggð með þjónustu í nærumhverfinu og góða og skilvirka tengingu við megin umferðaæðar, stíga og opin svæði.
Nú geta íbúar og haghafar aftur sent inn ábendingar.
Hér má kynna sér deiluskipulagið: Arnarland - Tillaga að deiliskipulagi blandaðrar byggðar
Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að senda inn rafrænar athugasemdir til og með 6. ágúst 2024 í gegnum vef skipulagsgáttar, www.skipulagsgatt.is (mál: 556/2023) eða á netfangið skipulag@gardabaer.is.
Hér má kynna sér aðalskipulagsbreytinguna: Arnarland - Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030
Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að senda inn rafrænar athugasemdir til og með 6. ágúst 2024 í gegnum vef skipulagsgáttar, www.skipulagsgatt.is (mál: 556/2023) eða á netfangið skipulag@gardabaer.is.