Hver er „Garðbæingurinn okkar 2025“ að þínu mati?
„Garðbæingurinn okkar 2025“ verður útnefndur í janúar og nú óskum við eftir tilnefningum frá íbúum.
-
„Garðbæingurinn okkar 2025“ verður útnefndur í janúar og nú óskum við eftir tilnefningum frá íbúum. Hver á nafnbótina skilið að þínu mati?
Í janúar verður „Garðbæingurinn okkar“ útnefndur í þriðja sinn. Garðabær leitar til íbúa og óskar eftir tilnefningum.
Líkt og áður er hægt að senda inn tilnefningar í gegnum eyðublað sem má nálgast hérna . Opið er fyrir innsendingar á tilnefningum til 15. desember.
Hver á nafnbótina skilið að þínu mati?
Senda inn þína tilnefningu
Til greina koma Garðbæingar sem hér búa en einnig það fólk sem starfar eða dvelur í bænum okkar til lengri og skemmri tíma og hefur jákvæð áhrif bæjarbraginn. Gott fólk finnum við út og suður í bænum okkar, fólk í framlínunni sem hefur jákvæð áhrif á nærumhverfi sitt og gerir daginn okkar betri.
Dómnefnd velur svo „Garðbæinginn okkar 2025“ úr innsendum tillögum og mun viðkomandi sem hlýtur nafnbótina fá árskort í sundlaugar Garðabæjar, árskort í Hönnunarsafn Íslands og þriggja daga gjafakort í Bláfjöll.
Hafliði Kristinsson, formaður íbúasamtakanna í Urriðaholti og fjölskyldu- og hjónabandsráðgjafi var útnefndur Garðbæingurinn okkar 2024 og árið áður var það Páll Ásgrímur Jónsson, eða Páló eins og hanner alltaf kallaður.