Innritun í grunnskóla og opin hús hjá skólunum
Innritun nemenda í 1. bekk (f. 2014) og 8. bekk (f. 2007) fer fram dagana 9.-13. mars nk. Í byrjun mars bjóða grunnskólarnir í Garðabæ í heimsókn og verða með opin hús/kynningar í húsnæði skólanna.
-
Séð yfir Garðabæ og Arnarnesvog
Innritun nemenda í 1. bekk (f. 2014) og 8. bekk (f. 2007) fer fram dagana 9.-13. mars nk. Innritað er rafrænt hér á Mínum Garðabæ. Athugið að nauðsynlegt er að innrita þá nemendur í 8. bekk sem skipta um skóla. Sömu daga fer fram skráning vegna nemenda í 2.-9. bekk sem óska eftir að flytjast á milli skóla. Í Garðabæ velja foreldrar í hvaða grunnskóla þeir senda barn sitt.
Nánari upplýsingar um innritun má finna hér.
Innritun í frístundaheimili
Innritun þeirra barna sem óska eftir dvöl á frístundaheimilum Álftanesskóla, Flataskóla, Hofsstaðaskóla, Sjálandsskóla og Urriðaholtsskóla á næsta ári fer einnig fram dagana 9.-13. mars nk. Sama gildir fyrir sérstækt frístundaúrræði Garðahraun sem er fyrir nemendur í 5.-10. bekk. Innritunin fer fram rafrænt á Mínum Garðabæ. Mikilvægt er að sótt sé sem fyrst um dvöl á frístundaheimilum.
Opin hús og kynningar hjá grunnskólum
Í byrjun mars bjóða grunnskólarnir í Garðabæ í heimsókn og verða með opin hús/kynningar í húsnæði skólanna. Gestum gefst þá kostur á að skoða skólana í fylgd starfsmanna og/eða nemenda.
Allir grunnskólarnir bjóða foreldrum og forráðamönnum einnig að koma í heimsóknir á öðrum tíma ef haft er samband við skrifstofu skólanna. Foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að skoða vefsíður skólanna. Þar má finna gagnlegar upplýsingar og margs konar fróðleik um skólastarfið.