19. okt. 2022 Garðatorg – miðbær Menning og listir

Rökkvan er ný listahátíð

Listahátíðin Rökkvan verður haldin í fyrsta sinn föstudaginn 28. október nk. kl. 19-22:30 á Garðatorgi 1-4.

  • Rökkvan Stuðmenn 28. október 2022
    Listahátíðin Rökkvan 28. október 2022

Það eru 6 ungir listamenn úr Garðabæ sem skipuleggja listahátíðina í samstarfi við menningarfulltrúa Garðabæjar.  Hátíðin er ætluð öllum aldurshópum og Garðatorgið verður fullt af lífi, fjöri og list þetta kvöld.

Listamarkaður og sýningar

Listamarkaður ungs listafólks hefst kl. 19 og einnig myndlistarsýning Grósku í Gróskusal. Þá opnar ný sýning í Hönnunarsafni Íslands, Dieter Roth: Grafísk verk á Pallinum en tónlistarmennirnir Kusk og Óviti koma fram kl. 18:20 í anddyri safnsins.

Tacoson verður með tacovagninn sinn á staðnum til að seðja svanga gesti en einnig verður tilboð á Rökkvupizzu á Flatey. Lionsmenn munu selja tónleikagestum drykki.

Klukkan 19 hefst tónlistardagskrá með ungum og efnilegum listamönnum á sviðinu í glerbyggingunni á Garðatorgi 4.  Fram koma m.a. Stórsveit Tónlistarskóla Garðabæjar, Spagló & Eik, Sigga Ózk, Rökkvubandið og að lokum stíga Stuðmenn á svið kl. 21. 

Það er menningar- og safnanefnd Garðabæjar sem stendur að hátíðinni.  Hér í viðburðadagatalinu á vef Garðabæjar er hægt að sjá tímasett dagskrá á sviðinu. 

Viðburður á facebook síðu Garðabæjar.

Facebook síða listahátíðannar Rökkvu.