31. ágú. 2022 Íþróttir og tómstundastarf Samgöngur Skólamál Stjórnsýsla

Samningur um frístundakstur

Í ágúst var skrifað var undir samstarfssamning við Hópferðamiðstöðina um frístundaakstur i Garðabæ til ársins 2024. 

  • Frá vinstri: Hrannar Bragi Eyjólfsson formaður íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar, Almar Guðmundsson bæjarstjóri Garðabæjar og Saga Hlíf Birgisdóttir f.h. Hópferðamiðstöðvarinnar.
    Frá vinstri: Hrannar Bragi Eyjólfsson formaður íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar, Almar Guðmundsson bæjarstjóri Garðabæjar og Saga Hlíf Birgisdóttir f.h. Hópferðamiðstöðvarinnar.

Í ágúst var skrifað var undir samstarfssamning við Hópferðamiðstöðina um frístundaakstur i Garðabæ til ársins 2024.  Samið var við Hópferðamiðstöðina um aksturinn að loknu útboði á frístundakstrinum í vor.  

Frístundabíllinn í Garðabæ hefur það hlutverk að keyra börn frá frístundaheimilum grunnskóla í íþrótta- og tómstundastarf. Frístundabíllinn ekur þrjár leiðir á starfstíma skólanna alla virka daga kl. 14.15 - 17:00 með hléi í páskafríinu á vorönn. Einnig ekur frístundabíllinn í vetrarfríi skóla í febrúar sem og á starfsdögum skóla í Garðabæ.

Hér má lesa nánar um skráningu, gjaldskrá, leiðakerfi og tímatöflu frístundabilsins þessa haustönn.