28. jún. 2019

Samþykkt deiliskipulag fyrir miðsvæðið á Álftanesi

Þann 4. apríl síðastliðinn samþykkti bæjarstjórn Garðabæjar tillögu að 5 deiliskipulagsáætlunum á miðsvæði Álftaness. Heiti áætlananna eru Breiðamýri, Krókur, Helguvík, Kumlamýri og Skógtjörn.

  • Samþykkt deiliskipulag fyrir miðsvæði Álftaness
    Skýringarmynd af deiliskipulagi fyrir miðsvæðið á Álftanesi

Þann 4. apríl síðastliðinn samþykkti bæjarstjórn Garðabæjar tillögu að 5 deiliskipulagsáætlunum á miðsvæði Álftaness. Heiti áætlananna eru Breiðamýri, Krókur, Helguvík, Kumlamýri og Skógtjörn.

Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust og hefur þeim, sem gerðu athugasemdir, verið send umsögn sveitarstjórnar. Deiliskipulagið er samþykkt með breytingum til að koma til móts við athugasemdir. Breytingarnar ásamt svörum við innsendum athugasemdum má sjá hér.  

Hægt er að kæra samþykkt sveitarstjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.

Hér má sjá nánari upplýsingar í auglýsingu um samþykkta deiliskipulagið.