19. mar. 2021 Íþróttir og tómstundastarf Stjórnsýsla Velferð

Sérstakur íþrótta- og tómstundastyrkur - umsóknarfrestur til 15. apríl

Meðal aðgerða stjórnvalda vegna Covid-19 faraldursins er styrkur sem hægt er að sækja um til sveitarfélaga vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna. Styrkurinn er veittur vegna barna sem eru fædd á árunum 2005-2014 og búa á heimilum þar sem heildartekjur framfærenda, einstaklings, hjóna eða sambúðarfólks, voru að meðaltali lægri en 740.000 kr á mánuði á tímabilinu mars-júlí 2020.

Meðal aðgerða stjórnvalda vegna Covid-19 faraldursins er styrkur sem hægt er að sækja um til sveitarfélaga vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna. Styrkurinn er veittur vegna barna sem eru fædd á árunum 2005-2014 og búa á heimilum þar sem heildartekjur framfærenda, einstaklings, hjóna eða sambúðarfólks, voru að meðaltali lægri en 740.000 kr á mánuði á tímabilinu mars-júlí 2020.

Styrkurinn er allt að 45.000 kr fyrir hvert barn. Frestur til að sækja um hefur verið framlengdur til 15. apríl nk.

Á barnið þitt rétt á styrk?

Á Ísland.is má sjá hvort barn á rétt á þessum styrk, þar sést hvort heimilið fellur undir viðmið um tekjur á tímabilinu mars-júlí 2020 eins og fram kemur hér ofar. Nota þarf rafræn skilríki til að skrá sig inn á Ísland.is.

Ef barnið á rétt á styrknum þurfa foreldrar eða forráðamenn (með sama lögheimili og barnið) að sækja um greiðslu á styrknum í gegnum sérstakt umsóknareyðublað. Aðgangur að umsóknareyðublaðinu opnast eftir að jákvætt svar hefur fengist á Ísland.is um rétt til styrks og er sótt um styrkinn í framhaldi af því á Ísland.is, ekki er hægt að finna umsóknina með öðrum leiðum.

Garðabær sér svo um að greiða út styrkina til umsækjenda í Garðabæ sem falla undir skilyrðin skv. beiðni frá félagsmálaráðuneytinu.

Fréttatilkynningu frá félagsmálaráðuneyti um styrkina má finna með því að smella hér. Að neðan má finna hlekk á auglýsingu sem gerð hefur verið til að benda íbúum á styrkina.

Skilyrði fyrir greiðslu styrks

  • Umsókninni þarf að fylgja reikningur frá íþrótta- eða tómstundafélagi sem sýnir að barnið sé skráð á námskeið.
  • Endurgreiðsla verður að hámarki 45.000 krónur fyrir hvert barn og er opið fyrir umsóknir til 15. apríl 2021.
  • Styrk skal greiða vegna útlagðs kostnaðar við íþrótta- og tómstundastarf á skólaárinu 2020- 2021, allt að 45.000 kr. fyrir hvert barn.
  • Íþrótta- og tómstundastyrkir eru veittir vegna þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Ekki er heimilt að nýta íþrótta- og tómstundastyrk til greiðslu á tækjum, búnaði, fatnaði og ferðum.

Hér má finna reglur Garðabæjar um styrkina og úthlutun þeirra.

Information on the grant for sports and leisure activities in other languages