23. mar. 2021 Grunnskólar Stjórnsýsla

Sesselja Þóra Gunnarsdóttir ráðin í starf skólastjóra Sjálandsskóla

Sesselja Þóra Gunnarsdóttir hefur verið ráðin í starf skólastjóra Sjálandsskóla.

  • Sesselja Þóra Guðmundsdóttir skólastjóri Sjálandsskóla
    Sesselja Þóra Guðmundsdóttir skólastjóri Sjálandsskóla

Sesselja Þóra Gunnarsdóttir hefur verið ráðin í starf skólastjóra Sjálandsskóla. Þrjár umsóknir bárust um starf skólastjóra Sjálandsskóla.

Sesselja hefur starfað við kennslu og stjórnun grunnskóla frá árinu 2002 eða sl. nítján ár, þar af sex ár sem aðstoðarskólastjóri og sl. ár sem settur skólastjóri Sjálandsskóla.

Sesselja er með meistarapróf í leiðtogafræðum, nýsköpun og stjórnun og hefur starfað við Sjálandsskóla og komið að mótun starfseminnar frá upphafi. Hún hefur í störfum sínum sýnt leiðtoga- og skipulagshæfileika. Hún hefur leitt starfsemina í átt að skapandi skólastarfi með fjölbreytta kennsluhætti að markmiði.