2. maí 2019 Fjölnota íþróttahús Framkvæmdir

Skóflustunga að fjölnota íþróttahúsi

Föstudaginn næstkomandi, þann 3. maí kl. 14:00 verður skóflustunga tekin að byggingu fjölnota íþróttahúss í Vetrarmýrinni í Garðabæ. 

  • Hvað á fjölnota íþróttahúsið að heita?
    Taktu þátt í nafnasamkeppni um nýja fjölnota íþróttahúsið sem er í byggingu í Vetrarmýri.

Föstudaginn næstkomandi, þann 3. maí kl. 14:00 verður skóflustunga tekin að byggingu fjölnota íþróttahúss í Vetrarmýrinni í Garðabæ. 

Í lok síðasta árs var auglýst eftir umsóknum um þátttökurétt í lokuðu alútboði vegna hönnunar og byggingar á fjölnota íþróttahúsi í landi Vífilsstaða í Garðabæ. Tilboð Íslenskra aðalverktaka skoraði hæst með tilliti til gæða og verðs og var verksamningur milli Garðabæjar og Íslenskra aðalverktaka um hönnun og byggingu á nýju fjölnota íþróttahúsi í Garðabæ undirritaður í desember á síðasta ári og hönnun hófst í byrjun þessa árs.

Fjölnota íþróttahúsið verður með rými fyrir knattspyrnuvöll í fullri stærð innanhúss auk upphitunaraðstöðu ásamt tilheyrandi stoðrýmum. Stærð íþróttasalarins verður um 80x120 m með anddyri og öðrum stoðrýmum er flatarmál hússins um 18.200m². Gert er ráð fyrir að verklok verði í apríl 2021.

Áhugasamir bæjarbúar eru hvattir til að mæta í Vetrarmýrina á föstudaginn kl. 14, fá sér vöfflur og kakó og vera viðstaddir skóflustunguna sem fer fram í Vetrarmýrinni á þeim stað sem húsið rís.