Fréttir: nóvember 2017 (Síða 2)
Fyrirsagnalisti

Tónlistarveisla í skammdeginu 9. nóvember nk.
Hin árlega Tónlistarveisla í skammdeginu verður haldin fimmtudaginn 9. nóvember nk. kl. 21:00, á Garðatorgi. Í ár er það hljómsveitin Moses Hightower sem stígur á svið innandyra í göngugötunni á Garðatorgi.
Lesa meira

Fjölbreytt þróunarverkefni kynnt á menntadegi leik- og grunnskóla
Kennarar og annað starfsfólk í leik- og grunnskólum Garðabæjar komu saman á sérstökum menntadegi sem var haldinn á starfsdegi skólanna föstudaginn 27. október sl. Alls voru flutt 24 erindi sem fjölluðu um verkefni sem hafa hlotið styrki úr þróunarsjóðum leik- og grunnskóla í Garðabæ. Einnig voru kynningar þar sem einstakir kennarar kynntu meistara- og doktorsverkefni sín.
Lesa meira
Fjárhagsáætlun 2018-2021
Fjárhagsáætlun Garðabæjar var lögð fram til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar Garðabæjar fimmtudaginn 2. nóvember sl. Samhliða næstu árs áætlun var jafnframt lögð fram þriggja ára áætlun Garðabæjar fyrir árin 2019, 2020 og 2021. Gert er ráð fyrir að síðari umræða og afgreiðsla áætlunarinnar verði í bæjarstjórn Garðabæjar 7. desember nk.
Lesa meira

Nýr búsetukjarni fyrir fatlað fólk við Unnargrund
Fimmtudaginn 2. nóvember var fyrsta skóflustungan tekin að nýjum búsetukjarna fyrir fatlað fólk við Unnargrund í Garðabæ. Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar, Sturla Þorsteinsson, formaður fjölskylduráðs Garðabæjar, Guðrún Þórðardóttir, formaður Áss styrktarfélags, og Haraldur Viggó Ólafsson, fulltrúi í notendaráði Áss styrktarfélags, tóku fyrstu skóflustunguna.
Lesa meira
Síða 2 af 2
- Fyrri síða
- Næsta síða