Fréttir: nóvember 2017

Fyrirsagnalisti

Hildigunnur Árnadóttir félagsráðgjafi hjá fjölskyldusviði Garðabæjar og PMTO meðferðaraðili, Margrét H. Þórarinsdóttir sérkennslufulltrúi á fræðslusviði Garðabæjarog PMTO meðferðaraðili og Sólveig Ste

24. nóv. 2017 : Vel heppnað PMTO foreldrafærninámskeið

Fimmtudaginn 9. nóvember sl. lauk 8 vikna PMTO foreldrafærnisnámskeiði á vegum Garðabæjar. PMTO námskeiðið var fyrir foreldra barna (4-12 ára) með væga hegðunarerfiðleika. Á námskeiðinu vour kenndar aðferðir við að draga úr hegðunarerfiðleikum barna

Lesa meira
Séð yfir Garðabæ

24. nóv. 2017 : Ungbarnaleikskólinn Hnoðraholt

Hnoðraholt við Vífilsstaðaveg er ungbarnaleikskóli í Garðabæ sem er rekinn af Hjallastefnunni. Í leikskólanum eru börn 9 mánaða og eldri. Leikskólinn opnaði haustið 2016 og fyrst um sinn voru tveir kjarnar í leikskólanum, einn drengja og einn stúlkna kjarni. En um síðustu áramót bættust við 3 nýjir kjarnar og nú eru um 60 börn í leikskólanum. Lesa meira
Séð yfir Garðabæ

24. nóv. 2017 : Golfklúbburinn Oddur fær GEO-vottun

Golfklúbburinn Oddur í Garðabæ hefur hlotið hina alþjóðlegu GEO Certified® vottun. Vottunin er afrakstur rúmlega tveggja ára vinnu sem hefur tekið á flestum þáttum starfseminnar, en GEO Foundation er óháður vottunaraðili fyrir golfvallarsvæði og staðfestir vottunin að Golfklúbburinn Oddur starfar með umhverfi sínu á sjálfbæran hátt. Þeir þættir sem vottunin tekur sérstaklega til eru náttúran, auðlindanotkun og samfélagið sem við störfum í. Lesa meira
Séð yfir Garðabæ

24. nóv. 2017 : Jólatré frá vinabænum Asker

Á hverju ári fær Garðabær jólatré frá vinabænum Asker í Noregi. Þessi vinargjöf á sér langa hefð en í ár er það í 48. sinn sem Garðabær fær jólatré þaðan. . Að þessu sinni var jólatréð fengið úr garði íbúa í Asker og um er að ræða veglegt tré eins og sjá má á meðfylgjandi myndum með fréttinni Lesa meira
Haldið upp á titilinn titilinn réttindaskóli UNICEF í Flataskóla

21. nóv. 2017 : Flataskóli orðinn réttindaskóli UNICEF

Flataskóli ásamt Laugarnesskóla fengu í gær, á alþjóðlegum degi barna, viðurkenningar fyrir að vera fyrstu tveir skólarnir á Íslandi sem fá titilinn réttindaskóli UNICEF

Lesa meira
Séð yfir Garðabæ

17. nóv. 2017 : Íbúafundur um framkvæmdir við Lyklafellslínu 1

Garðabær býður til opins íbúafundar um framkvæmdir við nýja háspennulínu - Lyklafellslínu 1. Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 21. nóvember kl. 17:15 í Sjálandsskóla við Löngulínu 8. Lesa meira
Séð yfir Garðabæ

15. nóv. 2017 : Lið úr Garðaskóla sigraði í LEGO-hönnunarkeppni

Lið Garðaskóla náði þeim frábæra árangri að vinna tækni- og hönnunarkeppnina FIRST LEGO League sem fór fram í Háskólabíói 11. nóvember sl. Liðið vann sér um leið þátttökurétt í norrænni keppni FIRST LEGO League sem verður haldin í Osló í byrjun desember. Lesa meira
Séð yfir Garðabæ

13. nóv. 2017 : Léttleiki og dramatík hjá Camerarctica

Tónleikaröðin Þriðjudagsklassík í Garðabæ var haldin í fimmta sinn í haust og að þessu sinni var boðið upp á þrenna tónleika. Tónleikarnir voru haldnir fyrsta þriðjudag frá september fram til byrjun nóvember og allir fóru fram í sal Tónlistarskóla Garðabæjar við Kirkjulund. Síðustu tónleikar haustsins voru haldnir þriðjudaginn 7. nóvember sl. þegar Kammerhópurinn Camerarctica steig á svið og flutti verk eftir Weber, Mozart og Glinka undir yfirskriftinni ,,Léttleiki og dramatík". Lesa meira
Hljómsveitin Moses Highower tróð upp í tónlistarveislu í skammdeginu 2017

13. nóv. 2017 : Tónlistarveisla í skammdeginu

Hin árlega Tónlistarveisla í skammdeginu var haldin fimmtudagskvöldið 9. nóvember sl. á Garðatorgi. Að þessu sinni var það hljómsveitin Moses Hightower sem steig á svið innandyra í göngugötunni á torginu og flutti lög af nýrri plötu sinni sem og lög af fyrstu tveimur plötum sveitarinnar.

Lesa meira
Yfirlitsmynd af Flatahverfi

10. nóv. 2017 : Íbúar geta enn sent inn ábendingar vegna fjárhagsáætlunar

Fjölmargir íbúar Garðabæjar hafa sent inn ábendingar vegna fjárhagsáætlunargerðarinnar í gegnum ábendingaform hér á vef Garðabæjar. Ábendingarnar hafa verið af margvíslegum toga og varða hvaðeina sem snýr að starfsemi bæjarins.

Lesa meira
Séð yfir Garðabæ

9. nóv. 2017 : Gönguleið meðfram ströndinni í Gálgahrauni

Merkingu og hnitsetningu á strandleið um Gálgahraun er lokið. Leiðin liggur nálægt strönd hraunsins að Lambhúsatjörn með sýn á Bessastaði. Merking gönguleiðarinnar hófst í vor þegar Erla Bil Bjarnardóttir, fyrrum umhverfisstjóri Garðabæjar, tók að sér að sér að merkja gönguleið í úfnu hrauninu, en um marga gönguslóða er þar að velja. Leiðin er stikuð nokkuð þétt til að auðvelda göngufólki gönguna. Lesa meira

9. nóv. 2017 : Fyrsta ungmennaþing Garðabæjar fór vel fram

Ungmennaráð Garðabæjar stóð fyrir fyrsta ungmennaþingi bæjarins miðvikudaginn 8. nóvember í sal Tónlistarskólans.

Lesa meira
Síða 1 af 2