11. jún. 2020

Framkvæmdir við nýtt hringtorg við Flataskóla - Litlatún lokar í 2-3 vikur

Framkvæmdir eru hafnar við endurbætur á Hafnarfjarðarvegi og Vífilsstaðavegi. Fyrsti áfanginn í verkinu er að byggja nýtt hringtorg á Vílfisstaðavegi, á móts við Flataskóla og Litlatún. Vegna þessa verður Litlatúni lokað við Vífilsstaðaveg í u.þ.b. 2 -3 vikur.

  • Framkvæmdir hafnar við nýtt hringtorg á móts við Flataskóla
    Framkvæmdir hafnar við nýtt hringtorg á móts við Flataskóla

Framkvæmdir eru hafnar við endurbætur á Hafnarfjarðarvegi og Vífilsstaðavegi.  Fyrsti áfanginn í verkinu er að byggja nýtt hringtorg á Vílfisstaðavegi, á móts við Flataskóla og Litlatún. Vegna þessa verður Litlatúni lokað við Vífilsstaðaveg í u.þ.b. 2 -3 vikur. Þegar þeim hluta hringtorgsins er lokið verður síðari hlutinn byggður (upp að Flataskóla) en þá verður Litlatún opið. Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát og fylgja vegamerkingum á svæðinu. 

Þessi fyrsti áfangi er hluti af stærri framkvæmdum við endurbætur á Hafnarfjarðarvegi sem verða unnar á árinu 2020 og 2021. Markmið endurbótanna við Hafnarfjarðarveg er að auka öryggi vegfarenda og bæta umferðarflæði með því að bæta aðgengi hliðarvega inn á Hafnarfjarðarveg

Þeir Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, Sigurður Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar Garðabæjar ásamt starfsmönnum tækni- og umhverfissviðs Garðabæjar litu við á verkstað þegar framkvæmdir hófust á Vífilsstaðavegi í vikunni.  Það eru PK verk ehf sem sjá um framkvæmdirnar en verksamningur Garðabæjar og Vegagerðarinnar við verktakann var undirritaður í maí á þessu ári. 

Hafnarfjardarvegur_endurbaetur_hringtorg_Flataskoli

Hringtorg við Flataskóla í sumar og breikkun Vífilsstaðavegar

Við gerð hringtorgs við Flataskóla, á Vífilsstaðavegi við Litlatún verður byrjað  á að færa lagnir og undirbúa fyrir breytingunum þar sem hringtorgið á að koma en það verður framkvæmt á meðan sumarfrí er í skólum. Í sumar verður einnig Vífilsstaðavegur breikkaður og endurbættur milli Litlatúns og Hafnarfjarðarvegar og hafist verður handa við gerð göngustíga og frágang á yfirborði og lagnavinnu fyrir veitufyrirtæki. Sumarið 2021 verður farið í breikkun og endurbætur á Hafnarfjarðarvegi milli Vífilsstaðavegar og Lyngáss og breikkun og endurbætur á gatnamótunum við Lyngás. Þá verður einnig farið í gerð undirganga fyrir gangandi og hjólandi umferð undir Hafnarfjarðarveg við Hraunsholtslæk. Hraunholtslækurinn sjálfur verður einnig í undirgöngunum við hlið göngu- og hjólaleiðarinnar.

Akreinum á Hafnarfjarðarvegi fjölgað

Akreinum á Hafnarfjarðarvegi verður fjölgað og beygjureinum breytt og fjölgað. Tvöföld vinstri beygja verður af Hafnarfjarðarvegi inn á Vífilsstaðaveg til austurs, tvöföld vinstri beygja verður af Vífilsstaðavegi inn á Hafnarfjarðarveg bæði til norðurs og suðurs, tvöföld vinstri beygja verður af Lyngási inn á Hafnarfjarðarveg og hægri beygja af Lækjarfit í framhjáhlaupi.
Með endurbótunum á Hafnarfjarðarvegi verður bætt úr umferðarflæði við gatnamótin þar til hafist verður handa við að gera stokk á Hafnarfjarðarveginum á árunum 2028-2030 skv. samgöngusamkomulagi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og ríkisins frá því í október 2019.


Frétt frá 15. maí sl. um undirritun verksamnings um framkvæmdir við Hafnarfjarðarveg.
Frétt á vef Garðabæjar frá því í janúar 2020 um undirritun samnings við Vegagerðina um framkvæmdir á Hafnarfjarðarvegi.
Sjá einnig frétt hér á vef Garðabæjar frá því í nóvember 2019 um endurbætur Hafnarfjarðarvegar.