Styrkir úr sjóðnum Sóleyju
Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) auglýsa eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum Sóleyju vegna nýsköpunar- og samstarfsverkefna, annars vegar á sviði umhverfis- og samgöngumála og hins vegar á sviði velferðar- og samfélags.
Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) auglýsa eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum Sóleyju vegna nýsköpunar- og samstarfsverkefna, annars vegar á sviði umhverfis- og samgöngumála og hins vegar á sviði velferðar- og samfélags.
Framangreind verkefni eru meðal áhersluverkefna í Sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024 en markmiðið styrkveitinganna er að hvetja til þátttöku atvinnulífsins í slíkum verkefnum og styðja við verkefni sem tengja saman atvinnulíf og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og efla samstarf þeirra. Í ljósi þess verða aðeins veittir styrkir til lögaðila, en ekki einstaklinga.
Fjármunir til úthlutunar úr sjóðnum vegna hvers málaflokks um sig eru 5,0 milljónir kr. Hámarksfjárhæð úthlutunar til einstakrar styrkumsóknar er 1,0 milljón kr.
Starfsreglur sjóðsins og nánari upplýsingar eru aðgengileg á heimasíðu SSH: SSH - Sóley og á facebook síðu samtakanna.
ATH. Ákveðið hefur verið að framlengja umsóknarfrest á styrkjum úr Sóley styrktarsjóði til og með mánudagsins 3. október nk.