14. sep. 2022 Fjölnota íþróttahús Íbúasamráð Íþróttir og tómstundastarf Vetrarmýri

Hvaða starfsemi vilt þú sjá í Miðgarði?

Fjölnota íþróttahúsið Miðgarður var tekið í notkun snemma á þessu ári og hafa frjálsu félögin í Garðabæ getað nýtt húsið frá opnun þess. Enn á þó eftir að ráðstafa tveimur hæðum sem liggja sunnan megin í húsinu sem hvor um sig er um 1.500 fermetrar að stærð. Íþrótta- og tómstundaráð óskar nú eftir ábendingum frá íbúum um hvernig ráðstafa megi þessu rými

  • Miðgarður
    Miðgarður

Fjölnota íþróttahúsið Miðgarður var tekið í notkun snemma á þessu ári og hafa frjálsu félögin í Garðabæ getað nýtt húsið frá opnun þess. Enn á þó eftir að ráðstafa tveimur hæðum sem liggja sunnan megin í húsinu sem hvor um sig er um 1.500 fermetrar að stærð.

Vonast er til þess að hægt sé að nota rýmið þannig að stutt sé sem best við þá fjölbreyttu flóru íþrótta- og heilsutengdrar starfsemi sem fyrirfinnst í Garðabæ. 

Óskað eftir ábendingum frá íbúum

Íþrótta- og tómstundaráð óskar eftir ábendingum frá íbúum um hvernig ráðstafa megi þessu rými þannig að það nýtist sem flestum Garðbæingum.

Nú hefur verið sett upp samráðsgátt þar sem íbúar Garðabæjar geta skráð sig inn og sett inn hugmynd um hvað eigi að gera við óráðstafaða rýmið í Miðgarði. Einnig geta íbúar skrifað athugasemd undir aðrar hugmyndir, sett inn rök með eða á móti og gefið til kynna að þeir styðji hugmynd með því að líka við hana.

Samráðsgáttin verður opin til og með 2. október nk. en þá mun íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar vinna úr hugmyndunum og hafa þær til hliðsjónar við mótun þeirra tillagna sem ráðinu er ætlað að skila til bæjarstjórnar í vetur. 

Allir áhugasamir eru hvattir til að senda inn hugmynd!

Samráðsgátt um notkun á rými í Miðgarði