Fréttir (Síða 66)
Fyrirsagnalisti

Taktu þátt í vali á íþróttakonu og íþróttakarli Garðabæjar
Fjórar konur og fjórir karlar hafa verið tilnefnd af ÍTG til íþróttakonu og íþróttakarls 2021. Almenningi gefst kostur á að hafa áhrif á kjörið með því að taka þátt í vefkosningu sem stendur frá 22. desember 2021 til og með 3. janúar 2022.
Lesa meira
Sorphirða um jól og áramót
Sorphirða á almenna sorpinu í Garðabæ fer fram núna á milli jóla og nýárs skv. sorphirðudagatali og aftur strax fyrstu vikuna í janúar (pappírstunna er tæmd fyrir jól og aðra vikuna í janúar).
Lesa meira
COVID-19: Innanlandstakmarkanir hertar til að sporna við hraðri útbreiðslu smita
Almennar fjöldatakmarkanir verða 20 manns og nándarregla 2 metrar í stað 1 með ákveðnum undantekningum. Sund- og baðstöðum, líkamsræktarstöðvum og skíðasvæðum verður heimilt að taka á móti 50% af hámarksfjölda. Reglugerð þessa efnis tekur gildi fimmtudaginn 23. desember og gildir í þrjár vikur.
Lesa meira
Vatnsveita Garðabæjar ávallt merkt
Að gefnu tilefni er rétt að vekja athygli á því að þegar starfsmenn frá Vatnsveitu Garðabæjar þurfa að fara í heimahús eru þeir ávallt merktir sem starfsmenn Vatnsveitu Garðabæjar, á fatnaði sem og með starfsmannaskilríki.
Lesa meira
Áramótabrennum á höfuðborgarsvæðinu aflýst
Á fundi framkvæmdaráðs almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins í dag, föstudag 17. desember, var tekin ákvörðun um að fella niður áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu um komandi áramót.
Lesa meira
Gervigrasið komið í fjölnota íþróttahúsið
Framkvæmdir við fjölnota íþróttahúsið í Vetrarmýri ganga vel og þessa dagana er verið að leggja lokahönd á niðurlögn gervigrass innandyra. Fulltrúar í bæjarráði Garðabæjar fóru nýverið í skoðunarferð um húsið til að sjá hvernig hvernig framkvæmdir ganga.
Lesa meira
Samstarfssamningur við Garðasókn
Á dögunum gerðu Garðasókn og Garðabær með sér samstarfssamning um framkvæmd æskulýðsstarf á vegum Æskulýðsfélags Garðasóknar.
Lesa meira
Yfirlýsing frá bæjarstjóra
Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar sendi frá sér yfirlýsingu 13. desember um að hann muni hætta sem bæjarstjóri að loknu kjörtímabili.
Lesa meira
Á barnið þitt rétt á viðbótar frístundastyrk haustið 2021?
Börn fædd árin 2006-2015 og koma frá tekjulágum heimilum geta átt rétt á 25.000 kr. viðbótarstyrk vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar haustið 2021. Ef heildartekjur heimilis eru undir viðmiðunarmörkum má sækja um styrkinn hjá Garðabæ, fyrir 31. desember 2021
Lesa meira
Byggingarréttur í Vetrarmýri - Opnun tilboða
Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka, fyrir hönd Garðabæjar, auglýsti í byrjun nóvember til sölu byggingarrétt fyrir fjölbýlis- og atvinnuhúsnæði á fimm aðskildum byggingarreitum við Vetrarmýri í Garðabæ.
Lesa meira
Nýr forstöðumaður fjölnota íþróttahússins í Vetrarmýri
Ráðið hefur verið í starf forstöðumanns fjölnota íþróttahúss í Vetrarmýri.
Lesa meira
Samsstarfssamningur Garðabæjar og GÁ
Á dögunum gerðu Golfklúbbur Álftaness (GÁ) og Garðabær með sér samstarfssamning um að efla barna og unglingastarf í golfi í Garðabæ.
Lesa meira