Fréttir: desember 2017 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

Séð yfir Garðabæ

8. des. 2017 : Jóla- og góðgerðardagurinn á Álftanesi

Það var líf og fjör á Álftanesi þegar Jóla- og góðgerðardagurinn var haldinn laugardaginn 2. desember sl. Þetta var í níunda sinn sem Foreldrafélag Álftanesskóla stóð að góðgerðardeginum í samvinnu við Álftanesskóla, Garðabæ og félagasamtök á Álftanesi. Lesa meira
Séð yfir Garðabæ

8. des. 2017 : Jólastemning á Garðatorgi

Laugardaginn 2. desember sl. voru ljósin tendruð á jólatrénu á Garðatorgi. Jólatréð kemur frá vinabænum Asker í Noregi og þetta var í 48. sinn sem Garðbæingar fengu þessa vinagjöf frá Asker. Veðrið var eins og best er á kosið á þessum tíma árs og fjölmenni mætti á torgið. Lesa meira
Séð yfir Garðabæ

8. des. 2017 : Nemendur Tónlistarskólans á ferð og flugi í desember

Nemendur í Tónlistarskóla Garðabæjar koma víða við í bænum og spila í desember. Einnig spila nemendur á hefðbundnum jólatónleikum í tónleikasal skólans í Kirkjulundi, Vídalínskirkju og í Bessastaðakirkju. Lesa meira
1. desember á Garðatorgi

8. des. 2017 : Jólastemning á Garðatorgi

Laugardaginn 1. desember sl. voru ljósin tendruð á jólatrénu á Garðatorgi. Jólatréð kemur frá vinabænum Asker í Noregi og þetta var í 49. sinn sem Garðbæingar fengu þessa vinagjöf frá Asker.

Lesa meira
Séð yfir Garðabæ

1. des. 2017 : Opið hús í Króki fyrsta sunnudag í aðventu

Sunnudaginn 3. desember, fyrsta í aðventu, verður opið hús í Króki á Garðaholti frá kl. 13-17. Gamla jólatréð í Króki verður til sýnis og boðið er upp á ratleiki fyrir börnin. Einnig verður boðið upp á leiðsögn á staðnum. Lesa meira
Séð yfir Garðabæ

1. des. 2017 : Jóla- og góðgerðardagurinn á Álftanesi 2. desember

Laugardaginn 2. desember heldur Foreldrafélag Álftanesskóla hinn árlega Jóla- og góðgerðadag í góðri samvinnu önnur félagasamtök og börn og foreldra á Álftanesi. Jóla- og góðgerðardagurinn fer fram innandyra í íþróttamiðstöðinni á Álftanesi frá kl. 12-16. Kl. 16:10 Síðdegis verða ljósin tendruð á jólatrénu á Álftanesi fyrir utan íþróttamiðstöðina. Lesa meira
Séð yfir Garðabæ

1. des. 2017 : Ljósin tendruð á jólatrénu á Garðatorgi 2. desember

Laugardaginn 2. desember nk. verða ljósin tendruð á jólatrénu á Garðatorgi. Jólatréð er gjöf frá Asker, vinabæ Garðabæjar í Noregi, og þetta er í 48. sinn sem Garðbæingar fá þessa vinasendingu þaðan. Athöfnin á laugardag hefst kl. 16 á Garðatorgi við ráðhús Garðabæjar Lesa meira
Síða 2 af 2