Fréttir: janúar 2019 (Síða 2)
Fyrirsagnalisti

Viðurkenningar fyrir framlag til íþrótta- og æskulýðsstarfs
Á íþróttahátíð Garðabæjar sem fór fram 6. janúar sl. voru veittar viðurkenningar fyrir framlag til íþrótta- og æskulýðsstarfs. Í ár voru það Hilmar Júlíusson í Stjörnunni, Þorgerður Jóhannsdóttir í GKG og Stefán Arinbjarnarson í UMFÁ sem fengu viðurkenningu.
Lesa meira
Lið ársins og þjálfari ársins 2018
Meistaraflokkur karla í knattspyrnu hjá Stjörnunni var valið lið ársins á íþróttahátíð Garðabæjar sem fór fram 6. janúar sl. Þá var einnig tilkynnt um val á viðurkenningu fyrir þjálfara árins sem að þessu sinni voru tveir, þau Herdís Sigurbergsdóttir, handboltaþjálfari í Stjörnunni og Kjartan Atli Kjartansson, körfuboltaþjálfari í Stjörnunni.
Lesa meira
Baldur og Freydís Halla eru íþróttamenn Garðabæjar 2018
Íþróttamenn Garðabæjar árið 2018 eru Baldur Sigurðsson knattspyrnumaður í Stjörnunni og Freydís Halla Einarsdóttir skíðakona í Ármanni.
Lesa meira
Íþróttahátíð Garðabæjar verður haldin 6. janúar
Íþróttahátíð Garðabæjar verður haldin í fimleikasalnum í íþróttamiðstöðinni Ásgarði sunnudaginn 6. janúar nk. kl. 13-15.
Lesa meira
Þriðjudagsklassík hefst á ný
Tónleikaröðin Þriðjudagsklassík í Garðabæ er nú haldin í sjötta sinn. Að þessu sinni er tónleikaröðin í samstarfi við KÍTÓN, félag kvenna í tónlist
Lesa meira
Þrettándabrenna á Álftanesi
Á Þrettándanum, sunnudaginn 6. janúar kl. 17:30 verður brenna á Álftanesi, nærri ströndinni norðan við Gesthús, aðkoma frá Bakkavegi.
Lesa meira
Jólatré hirt 7.-8. janúar
Eins og undanfarin ár sér Hjálparsveit Skáta í Garðabæ um að hirða jólatré í öllum hverfum Garðabæjar.
Lesa meira
Íþróttamenn Garðabæjar - síðasti dagur vefkosningar 2. janúar
Fjórir karlar og fjórar konur eru tilnefnd af ÍTG (íþrótta- og tómstundaráði Garðabæjar) sem íþróttamenn Garðabæjar 2018. Síðasti dagur vefkosningarinnar er í dag 2. janúar.
Lesa meira- Fyrri síða
- Næsta síða