Taktu þátt í vali á íþróttamanni ársins
Íbúar taka þátt í að velja íþróttamann Garðabæjar
Þrettán íþróttamenn eru tilnefndir til íþróttamanns Garðabæjar 2010. Um er að ræða 7 karla og 6 konur.
Íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar samþykkti á fundi sínum 17. desember sl. að kjósa einn karl og eina konu en slíkt hefur ekki verið gert áður. Þá samþykkti ráðið einnig að veita íbúum aðgang að kjörinu með því að opna "kjörseðil" á vef Garðabæjar.
Kosningin stendur frá mánudeginum 3. janúar til sunnudags 9. janúar.
Kjörseðill vegna vals á iþróttamanni Garðabæjar 2010
ÍTG mun síðan styðjast við álit bæjarbúa við kjörið en því verður lýst við hátíðlega athöfn í sal FG þann 16. janúar.
Þeir sem eru tilnefndir eru taldir upp hér fyrir neðan. Hægt er að smella á nöfn íþróttmannanna til að fá nánari upplýsingar um þá og afrek þeirra.
Íþróttamaður Garðabæjar 2010
Birgir Leifur Hafþórsson - golf
Emil Gunnarsson - blak
Eysteinn Finnsson - júdó
Halldór Eyþórsson - kraftlyftingar
Halldór Orri Björnsson - knattspyrna
Hilmar Örn Jónsson - skylmingar
Jovan Zdradvevski - körfuknattleikur
Íþróttakona Garðabæjar 2010
Björg Gunnarsdóttir - frjálsar íþróttir
Hanna Rún Óladóttir - dans
Nadía Margrét Jamchi - listhlaup á skautum
Ragnheiður Ragnarsdóttir - sund
Sandra Sigurðardóttir - knattspyrna
Þorgerður Anna Atladóttir - handknattleikur