Fréttir: september 2017 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

Séð yfir Garðabæ

11. sep. 2017 : Dale Carnegie námskeið í boði fyrir nemendur í 8.-10. bekk

Skráning stendur yfir á námskeið á vegum Dale Carnegie í Garðaskóla sem hefst 19. september. Námskeiðið er styrkt af Garðabæ og stendur öllum unglingum í Garðabæ í 8. - 10. bekk til boða. Lesa meira
Séð yfir Garðabæ

8. sep. 2017 : Þriðjudagsklassík í haust

Tónleikaröðin Þriðjudagsklassík í Garðabæ hófst á ný þriðjudagskvöldið 5. september sl. með tónleikum í sal Tónlistarskóla Garðabæjar. Þá stigu á svið Sigurður Flosason saxófónleikari og Kjartan Valdemarsson píanóleikari og fluttu dagskrá eftir tónskáldið Franz Schubert í eigin útsetningum. Lesa meira
Séð yfir Garðabæ

8. sep. 2017 : Taktu með þér vin í göngu!

Það var góð þátttaka í fyrstu lýðheilsugöngunni í Garðabæ í september. Haldið var í hressingargöngu um Sjálandshverfið miðvkudaginn 6. september sl. undir leiðsögn Antons Kára og Hildar Kötlu íþróttafræðinema. Gengið var í um klukkustund og göngugarpar gátu farið í skemmtilegar æfingar á leiðinni. Lesa meira
Hofsstaðaskóli fagnaði 40 ára afmæli á árinu 2017

7. sep. 2017 : Hofsstaðaskóli er 40 ára

Hofsstaðaskóli er 40 ára í ár. Af því tilefni var haldin afmælishátíð í skólanum föstudaginn 1. september sl. en þá var hefðbundin stundaskrá lögð til hliðar og nemendur og starfsmenn gerðu sér glaðan dag.

Lesa meira
Íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar hélt opinn fund í september 2017 þar sem fjallað var um skipulag íþróttastarfs fyrir börn og unglinga.

7. sep. 2017 : Íþróttastarf fyrir börn og unglinga – Erum við á réttri leið?

Íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar heldur opinn fund þar sem fjallað verður um skipulag íþróttastarfs fyrir börn og unglinga. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 14. september kl. 17:00 – 18:30 í Golfskála GKG við Vífilsstaðaveg.

Lesa meira
Séð yfir Garðabæ

1. sep. 2017 : Fjölskyldudagskrá og síðasta sunnudagsopnun í Króki

Bærinn Krókur á Garðaholti hefur verið opinn alla sunnudaga í sumar frá júní til ágúst. Sunnudaginn 3. september verður sérstök fjölskyldudagskrá í Króki í Garðahverfi við Garðaholt í Garðabæ. Lesa meira
Séð yfir Garðabæ

1. sep. 2017 : Þriðjudagsklassík hefst á ný

Tónleikaröðin Þriðjudagsklassík í Garðabæ er að hefja sitt fimmta starfsár. Að þessu sinni verða þrennir tónleikar frá september til nóvember, ætíð fyrsta þriðjudagskvöld í mánuði í sal Tónlistarskóla Garðabæjar við Kirkjulund. Það eru djasstónlistarmennirnir Sigurður Flosason, saxofónleikari og Kjartan Valdemarsson, píanóleikari sem ríða á vaðið og koma fram á fyrstu tónleikum haustsins, þann 5. september nk. Lesa meira
Lagt af stað í lýðheilsugöngu frá Sjálandsskóla í september 2017

1. sep. 2017 : Lýðheilsugöngur í september

Garðabær tekur þátt í verkefni Ferðafélags Íslands um lýðheilsugöngur í september. Alla miðvikudaga í september getur almenningur tekið þátt í lýðheilsugöngum um allt land. Vellíðan er þema fyrstu göngunnar þar sem farið verður í hressingargöngu frá íþróttamiðstöðinni í Sjálandsskóla meðfram strandlengjunni við Arnarnesvog miðvikudaginn 6. september kl. 18:00.

Lesa meira
Síða 2 af 2