Fréttir (Síða 148)
Fyrirsagnalisti

Fræðst um sögu merkra húsa á Álftanesi
Miðvikudaginn 20. september var haldið í göngu um Álftanes þar sem Pétur Ármannsson arkitekt sagði frá sögu merkra húsa á Álftanesi. Þrátt fyrir rigningarveður var mjög góð þátttaka í göngunni en hátt í 70 manns mættu í gönguna.
Lesa meira

Móaflöt erfið yfirferðar vegna framkvæmda, gangandi vegfarendur hvattir til að nýta sér aðrar leiðir
Framkvæmdir standa yfir við endurnýjun lagna í Móaflöt og Hagaflöt. Af þeim völdum er Móaflötin mjög erfið yfirferðar fyrir bæði gangandi vegfarendur og fyrir bíla. Gangandi vegfarendur sem og akandi eru því beðnir um að nýta sér aðrar leiðir í gegnum Flatirnar en um Móaflöt.
Lesa meira

Nýjar merkingar á göngu- og hjólastíg í Sjálandshverfi
Fimmtudaginn 21. september sl. fór hópur nemenda úr Sjálandsskóla í stutta hjólaferð í nágrenni skólans ásamt Gunnari Einarssyni bæjarstjóra Garðabæjar og Jónu Sæmundsdóttur formanni umhverfisnefndar bæjarins. Hjólaferðin var hluti af dagskrá Samgönguviku sem lýkur 22. september. Hjólað var um göngu- og hjólastíg sem liggur um Sjálandshverfið en þar hafa nokkri kaflar stígsins verið málaðir m.a. með rauðum fletum á nokkrum stöðum.
Lesa meira

Uppskeruhátíð skólagarðanna var haldin sl. laugardag
Laugardaginn 16. september var uppskeruhátíð skólagarða Garðabæjar haldin í mildu haustveðri.
Lesa meira

Lokanir á Vífilsstaðavegi vegna framkvæmda
Framkvæmdir við nýtt hringtorg á gatnamótum Vífilsstaðavegar og Karlabrautar/Brúarflatar eru komnar langt á veg. Þessa dagana er verið að vinna við hellulögn á gangbrautunum við hringtorgið á Vífilsstaðavegi. Á meðan á þeirri vinnu stendur verða miklar tafir á umferð um Vífilsstaðaveg þar sem loka þarf akreinum á meðan unnið er að hellulögninni.
Lesa meira

Fallegt haustveður í lýðheilsugöngu frá Ásgarði
Það var fallegt veður þegar haldið var af stað í lýðheilsugöngu undir þemanu vinátta frá Ásgarði miðvikudaginn 13. september sl. Þátttakendur voru á öllum aldri, sá yngsti 10 ára og elsti 80+.
Lesa meira

Garðabær tekur þátt í samgönguviku 2017
Garðabær tekur þátt í Evrópsku samgönguvikunni sem verður haldin 16.-22. september nk. Af því tilefni verður tilraunaverkefni um hraðahindrandi aðgerðir á göngu- og hjólastíg í Sjálandshverfinu kynnt formlega fimmtudaginn 21. september kl. 11.
Lesa meira

Haustgróðursetningar grunnskólanemenda
Í september hafa nemendur 4. bekk úr Álftanesskóla og Hofsstaðaskóla gróðursett birkiplöntur í landi Bessastaða. Plönturnar fá skólarnir úthlutað úr Yrkjusjóði sem frú Vigdís Finnbogadóttir fyrrum forseti stofnaði.
Lesa meira

Skólar í Garðabæ hlutu Erasmus styrki
Öll skólastig í Garðabæ hlutu styrk í flokki fjölþjóðlegra samstarfsverkefna Erasmus+ árið 2017. Sérstakur verkefnaflokkur er fyrir skólaverkefni þar sem megináherslan er á samstarf skóla, starfsmanna þeirra og nemenda.
Lesa meira
Dale Carnegie námskeið í boði fyrir nemendur í 8.-10. bekk
Skráning stendur yfir á námskeið á vegum Dale Carnegie í Garðaskóla sem hefst 19. september. Námskeiðið er styrkt af Garðabæ og stendur öllum unglingum í Garðabæ í 8. - 10. bekk til boða.
Lesa meira

Þriðjudagsklassík í haust
Tónleikaröðin Þriðjudagsklassík í Garðabæ hófst á ný þriðjudagskvöldið 5. september sl. með tónleikum í sal Tónlistarskóla Garðabæjar. Þá stigu á svið Sigurður Flosason saxófónleikari og Kjartan Valdemarsson píanóleikari og fluttu dagskrá eftir tónskáldið Franz Schubert í eigin útsetningum.
Lesa meira

Taktu með þér vin í göngu!
Það var góð þátttaka í fyrstu lýðheilsugöngunni í Garðabæ í september. Haldið var í hressingargöngu um Sjálandshverfið miðvkudaginn 6. september sl. undir leiðsögn Antons Kára og Hildar Kötlu íþróttafræðinema. Gengið var í um klukkustund og göngugarpar gátu farið í skemmtilegar æfingar á leiðinni.
Lesa meira
Síða 148 af 550