Fréttir (Síða 40)

Fyrirsagnalisti

Steinar J. Lúðvíksson og Ragnheiður Stephensen hlutu heiðursviðurkenningar vegna starfa að íþrótta- og æskulýðsmálum.

9. jan. 2023 : Steinar og Ragnheiður hlutu heiðursviðurkenningar

Íþróttafólk í Garðabæ fékk viðurkenningar fyrir árangur ársins 2022 á íþróttahátíð bæjarins sem fram fór í Miðgarði á sunnudaginn sl. 8. janúar. Þá voru einnig veittar heiðursviðurkenningar vegna starfa að íþrótta- og æskulýðsmálum en það voru þau Steinar J. Lúðvíksson í Stjörnunni og Ragnheiður Stephensen í Stjörnunni og GKG sem þær hlutu.

Lesa meira

8. jan. 2023 : Hilmar Snær og Ásta eru íþróttamenn Garðabæjar 2022

Íþróttamenn Garðabæjar árið 2022 eru Hilmar Snær Örvarsson skíðamaður og Ásta Kristinsdóttir hópfimleikakona í Stjörnunni. Tilkynnt var um kjör þeirra á íþróttahátíð Garðabæjar sem fór fram í dag, sunnudaginn 8. janúar í Miðgarði.

Lesa meira
Skóflustunga að nýjum leikskóla við Holtsveg í Urriðaholti

6. jan. 2023 : Nýtt byggingarleyfi gefið út fyrir leikskóla við Holtsveg

Á fundi í dag samþykkti bæjarráð Garðabæjar afgreiðslu byggingarfulltrúa um að byggja fimm deilda leikskóla að Holtsvegi 20. Byggingarframkvæmdir á lóðinni munu nú halda áfram eftir stutt hlé. 

Lesa meira
Íþróttafólk Garðabæjar

5. jan. 2023 : Íþróttafólk Garðabæjar

Tilkynnt verður um val á íþróttakonu og íþróttakarli Garðabæjar á íþróttahátíð Garðabæjar sem fer fram sunnudaginn 8. janúar 2023 kl. 13 í Miðgarði.

Lesa meira
Sorphirðudagatal 2023

4. jan. 2023 : Sorphirðudagatal 2023 -tæming á tunnum tveimur dögum á eftir áætlun

Sorphirðudagatal fyrir árið 2023 er komið á vef Garðabæjar. Þar má finna dagsetningar á losun sorp- og pappírstunna á árinu. Undanfarnar vikur hefur orðið röskun og seinkun á sorphirðu á höfuðborgarsvæðinu en í Garðabæ er tæming á tunnum nú tveimur dögum á eftir áætlun.

Lesa meira
Jólatré hirt í Garðabæ

4. jan. 2023 Umhverfið : Jólatré hirt 7.-8. janúar

Jólatré verða hirt í Garðabæ helgina 7.-8. janúar nk. Íbúar sem ætla að nýta sér þjónustuna eru beðnir um að ganga frá trjánum út fyrir lóðamörk þannig að þau geti ekki fokið.

Lesa meira
Fyrstu hádegistónleikar ársins -Tríó Sól

3. jan. 2023 : Fyrstu hádegistónleikar ársins -Tríó Sól

Miðvikudaginn 4. janúar kl. 12:15 fara fram fyrstu hádegistónleikar ársins í röðinni Tónlistarnæring í sal Tónlistarskóla Garðabæjar. 

Lesa meira
Brenna í Garðabæ

28. des. 2022 : Áramótabrennur í Garðabæ

Tvær áramótabrennur verða í Garðabæ á gamlárskvöldi, við Sjávargrund kl. 21 og á Álftanesi kl. 20:30.  

Lesa meira

27. des. 2022 : Tafir á sorphirðu vegna veðurs

Vegna mikillar snjókomu undanfarna daga hafa orðið tafir á sorphirðu í íbúðagötum í bænum.

Lesa meira

23. des. 2022 : Listasmiðja fyrir flóttabörn í Garðabæ

Undanfarið ár ár hefur Lionslúbburinn Eik í Garðabæ haldið úti listasmiðju fyrir flóttabörn í Garðabæ. Markmiðið með listasmiðjunni er að hjálpa börnum sem hafa hrakist frá heimalandi sínu og eru flóttamenn í ókunnu landi þar sem kringumstæður eru þeim framandi á allan hátt.

Lesa meira
Íþróttafólk Garðabæjar

23. des. 2022 : Taktu þátt í vali á íþróttakonu og íþróttakarli Garðabæjar

Fimm konur og fimm karlar hafa verið tilnefnd af íþrótta- og tómstundaráði Garðabæjar (ÍTG) til íþróttakonu og íþróttakarls Garðabæjar 2022. Vefkosning hefst 23. desember og stendur yfir til og með 1. janúar 2023.

Lesa meira

22. des. 2022 : Afgreiðslutími um jól og áramót

Afgreiðslutími ráðhúss Garðabæjar, Bókasafns Garðabæjar, Hönnunarsafns Íslands og sundlauga Garðabæjar um jól og áramót. Starfsfólk Garðabæjar óskar íbúum Garðabæjar sem og viðskiptavinum gleðilegra jóla.

Lesa meira
Síða 40 af 543