Fréttir (Síða 41)
Fyrirsagnalisti
Sundlaugar opna aftur kl. 12 miðvikudag 21. desember
Uppfært 21/12 kl. 09:15: Sundlaugar í Garðabæ opna aftur kl. 12:00 miðvikudaginn 21. desember. Búast má við því að pottar og sundlaugar verði í kaldara lagi fyrst um sinn en komið í samt lag síðdegis í dag.

Flataskóli hlaut viðurkenningu frá UNICEF sem réttindaskóli
Í síðustu viku tók réttindaráð Flataskóla við viðurkenningu frá Unicef um að eftir úttekt þá hefur skólinn rétt á að kalla sig áfram réttindaskóla Unicef. Það var vel við hæfi að hafa athöfnina í lok þemadaga sem voru með yfirskriftinni „við erum öll jöfn“ sem er bein vísun í 2. grein barnasáttmálans.
Lesa meira
Fjölmargir tónleikar á aðventunni
Fjölmargir menningarviðburðir hafa verið í boði á aðventunni í Garðabæ og verða áfram í desember. Framundan eru tónleikar með Diddú ásamt blásarasextett, tónleikar Gospelkórs Jóns Vídalín og kertaljósatónleikar Camerarctica.
Lesa meira
Íbúar hvattir til að kynna sér fjárhagsáætlun Garðbæjar
Íbúar eru hvattir til að kynna sér fjárhagsáætlun Garðabæjar en með áætluninni fylgdi greinargerð sem útskýrir helstu áherslur í áætluninni. Þá má einnig finna nokkur fræðandi myndbönd um fjárhagsáætlun Garðabæjar á vefnum.
Lesa meira
Tunnuskipti vegna samræmds flokkunarkerfis hefjast í vor
Eins og fram hefur komið verður nýtt flokkunarkerfi á höfuðborgarsvæðinu innleitt á vormánuðum 2023 þar sem fjórum úrgangsflokkum verður safnað við hvert heimili.
Lesa meira
Nýtt umdæmisráð og barnaverndarnefndir lagðar niður
Þann 13. desember, skrifuðu bæjarstjórar Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Mosfellsbæjar, Seltjarnarnesbæjar, Kjósarhrepps og framkvæmdastjóri SSH undir samning um rekstur sameiginlegs umdæmisráðs barnaverndar sem tekur til starfa nú um áramót.
Lesa meira
Úthlutun styrkja úr Sóley
Hinn 12. desember sl. fór fram úthlutun styrkja úr Sóleyju, styrktarsjóði Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, til nýsköpunarverkefna.
Lesa meira
Kynning á fjárhagsáætlun
Þriðjudaginn 6. desember sl. var haldinn opinn fundur í Sveinatungu á Garðatorgi 7 um fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2023. Íbúar gátu komið á fundinn og fræðst um fjárhagsáætlunina þar sem Almar Guðmundsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði eins og rekstur og fjárhagsstöðu, þjónustu, fræðslumál, velferðarmál, framkvæmdir, umhverfi, menningu og mannlíf. Hægt er að horfa á fundinn á vef Garðabæjar.
Lesa meira
Nýta þarf hvatapeninga ársins fyrir áramót
Foreldrar/forráðamenn eru minntir á að nýta hvatapeninga ársins 2022 fyrir áramót en síðasti dagur til að skila inn kvittunum er 29.desember. Hvatapeningar ársins 2022 eru 50.000 krónur á barn.
Lesa meira
Mygla greindist í Flataskóla - starfsemi frístundaheimilis færist innan skólans
Starfsemi frístundaheimilis Flataskóla mun verða færð þar sem mygla hefur greinst þar í kjölfar sýnatöku. Einnig mun kennslustofu sem Tónlistarskóli Garðabæjar hefur haft til afnota verða lokað þar sem mygla greindist. Kennsla sem fór fram í stofunni færist einnig innan skólans.
Lesa meira
Mygla greindist í Hofsstaðaskóla -kennsla raskast óverulega
Fimm kennslustofum í Hofsstaðaskóla í Garðabæ hefur verið lokað þar sem mygla greindist í þeim í kjölfar sýnatöku í síðasta mánuði. Kennsla raskast óverulega vegna þessa og stefna bæjaryfirvöld að því að leigja færanlegar skólastofur sem verður komið fyrir á skólalóðinni strax eftir jólafrí.
Lesa meira
Efla þarf forvarnarstarf lögreglu og sýnilega löggæslu
Á stjórnarfundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í dag, 5. desember, var bókun samþykkt um mikilvægi þess að lögreglan verði efld og styrkt til þess að hún geti sinnt lögbundnu hlutverki sínu.
Lesa meira