Fréttir (Síða 49)
Fyrirsagnalisti
Fjölmargir nýir leikvellir í Garðabæ
Í Garðabæ er alltaf stutt í næsta leikvöll en yfir 40 leiksvæði eru í Garðabæ. Mikil áhersla hefur verið lögð á barnvænt umhverfi inni í hverfunum og spila leikvellir þar stórt hlutverk. Undanfarin ár hafa fjölmargir leikvellir verið endurbættir í Garðabæ og aðrir nýir bæst við. Um er að ræða 19 leiksvæði sem eru ný eða hafa verið gerð upp á síðustu 2-4 árum.
Lesa meira
Frekari lokanir í Flataskóla og Hofsstaðaskóla
Verkfræðistofan Mannvit hefur unnið að heildarúttektum á skólahúsnæði Hofsstaðaskóla og Flataskóla vegna rakaskemmda. Fyrstu niðurstöður sýnatöku bárust 23. janúar og hefur Garðabær gripið til þess ráðs að loka rýmum i báðum skólum í kjölfarið.
Lesa meira
Staða sýnatöku og framkvæmda vegna rakaskemmda í skólum í Garðabæ
„Við höfum sett okkur upp skýrt verkferli, fengið Mannvit með okkur til sýnatöku og eftirlits og í fjárhagsáætlun bæjarins er gert ráð fyrir fjármagni til að sinna viðhaldi við skólana. Við leggjum áherslu á að vera í góðu samtali við foreldra og starfsfólk um þessi mál, en einnig nemendur skólanna. Við bíðum nú eftir niðurstöðum úr sýnatökum og getum þá sett fram nánari aðgerðaráætlun varðandi endurbætur,“ segir Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar.
Lesa meira
Varhugavert ástand getur skapast samhliða asahláku á morgun
Á morgun föstudag er gert ráð fyrir asahláku í kjölfar hlýnandi veðurs eins og komið hefur fram í fréttum frá Veðurstofu Íslands. Eftir langan frostakafla stefnir í að það verðir allt að 10 stiga hiti á láglendi með rigningu.
Lesa meira
Skemmtilegir viðburðir á Hönnunarsafni Íslands
Föstudaginn 20. janúar klukkan 18 verður sýningin Fallegustu bækur í heimi opnuð á Pallinum og á sama tíma verður innflutningsboð hjá keramikhönnuðinum Ödu Stańczak sem verður í vinnustofudvöl í Hönnunarsafninu fram á vorið.
Lesa meira
Samningur við Sjómannadagsráð um rekstur Ísafoldar hjúkrunarheimilis
Í desember sl. endurnýjuðu Garðabær og Sjómannadagsráð samstarfssamning frá árinu 2017 um rekstur Ísafoldar hjúkrunarheimilis og dagdvalar.
Lesa meira
Samningur við Hjálparsveit skáta í Garðabæ
Á dögunum skrifuðu þau Almar Guðmundsson bæjarstjóri Garðabæjar og Íris Dögg Sigurðardóttir formaður Hjálparsveit skáta í Garðabæ undir þjónustusamning um stuðning við starfsemi sveitarinnar.
Lesa meira
Skákhátíð Fulltingis í Garðabæ
Skákhátíð Fulltingis var sett með hátíðlegri athöfn mánudagskvöldið 9. janúar í safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ.
Lesa meira
Menningardagskrá vetur/vor 2023 kemur út
Á morgun, miðvikudaginn 11. janúar verður borinn í hús dagskrárbæklingur Menningar í Garðabæ en jafnframt verður hægt að nálgast eintök í þjónustuveri Garðabæjar, á Bókasafni Garðabæjar og Hönnunarsafni Íslands.
Lesa meira
Steinar og Ragnheiður hlutu heiðursviðurkenningar
Íþróttafólk í Garðabæ fékk viðurkenningar fyrir árangur ársins 2022 á íþróttahátíð bæjarins sem fram fór í Miðgarði á sunnudaginn sl. 8. janúar. Þá voru einnig veittar heiðursviðurkenningar vegna starfa að íþrótta- og æskulýðsmálum en það voru þau Steinar J. Lúðvíksson í Stjörnunni og Ragnheiður Stephensen í Stjörnunni og GKG sem þær hlutu.
Lesa meira
Hilmar Snær og Ásta eru íþróttamenn Garðabæjar 2022
Íþróttamenn Garðabæjar árið 2022 eru Hilmar Snær Örvarsson skíðamaður og Ásta Kristinsdóttir hópfimleikakona í Stjörnunni. Tilkynnt var um kjör þeirra á íþróttahátíð Garðabæjar sem fór fram í dag, sunnudaginn 8. janúar í Miðgarði.
Lesa meira
Nýtt byggingarleyfi gefið út fyrir leikskóla við Holtsveg
Á fundi í dag samþykkti bæjarráð Garðabæjar afgreiðslu byggingarfulltrúa um að byggja fimm deilda leikskóla að Holtsvegi 20. Byggingarframkvæmdir á lóðinni munu nú halda áfram eftir stutt hlé.
Lesa meira