Fréttir: 2017 (Síða 3)
Fyrirsagnalisti

Íbúafundur um framkvæmdir við Lyklafellslínu 1

Lið úr Garðaskóla sigraði í LEGO-hönnunarkeppni

Léttleiki og dramatík hjá Camerarctica

Tónlistarveisla í skammdeginu
Hin árlega Tónlistarveisla í skammdeginu var haldin fimmtudagskvöldið 9. nóvember sl. á Garðatorgi. Að þessu sinni var það hljómsveitin Moses Hightower sem steig á svið innandyra í göngugötunni á torginu og flutti lög af nýrri plötu sinni sem og lög af fyrstu tveimur plötum sveitarinnar.
Lesa meira
Íbúar geta enn sent inn ábendingar vegna fjárhagsáætlunar
Fjölmargir íbúar Garðabæjar hafa sent inn ábendingar vegna fjárhagsáætlunargerðarinnar í gegnum ábendingaform hér á vef Garðabæjar. Ábendingarnar hafa verið af margvíslegum toga og varða hvaðeina sem snýr að starfsemi bæjarins.
Lesa meira
Gönguleið meðfram ströndinni í Gálgahrauni

Fyrsta ungmennaþing Garðabæjar fór vel fram
Ungmennaráð Garðabæjar stóð fyrir fyrsta ungmennaþingi bæjarins miðvikudaginn 8. nóvember í sal Tónlistarskólans.
Lesa meira
Tónlistarveisla í skammdeginu 9. nóvember nk.

Fjölbreytt þróunarverkefni kynnt á menntadegi leik- og grunnskóla
Kennarar og annað starfsfólk í leik- og grunnskólum Garðabæjar komu saman á sérstökum menntadegi sem var haldinn á starfsdegi skólanna föstudaginn 27. október sl. Alls voru flutt 24 erindi sem fjölluðu um verkefni sem hafa hlotið styrki úr þróunarsjóðum leik- og grunnskóla í Garðabæ. Einnig voru kynningar þar sem einstakir kennarar kynntu meistara- og doktorsverkefni sín.
Lesa meira
Fjárhagsáætlun 2018-2021

Nýr búsetukjarni fyrir fatlað fólk við Unnargrund
Fimmtudaginn 2. nóvember var fyrsta skóflustungan tekin að nýjum búsetukjarna fyrir fatlað fólk við Unnargrund í Garðabæ. Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar, Sturla Þorsteinsson, formaður fjölskylduráðs Garðabæjar, Guðrún Þórðardóttir, formaður Áss styrktarfélags, og Haraldur Viggó Ólafsson, fulltrúi í notendaráði Áss styrktarfélags, tóku fyrstu skóflustunguna.
Lesa meira
Þorgerður Anna Arnardóttir ráðin í starf skólastjóra Urriðaholtsskóla
Þorgerður Anna Arnardóttir hefur verið ráðin í starf skólastjóra Urriðaholtsskóla. Urriðaholtsskóli er nýr samrekinn leik- og grunnskóli í Garðabæ fyrir nemendur á aldrinum 1-16 ára. Skólinn verður tekinn í notkun í áföngum. Leikskóladeild mun taka til starfa í ársbyrjun 2018.
Lesa meira