Fréttir: 2018 (Síða 12)

Fyrirsagnalisti

Vorhreinsun 2018

14. maí 2018 : Vorhreinsun lóða

Vorhreinsun lóða í Garðabæ verður dagana 14.-25. maí nk. Starfsmenn bæjarins og verktakar verða á ferðinni þessa daga og hirða garðúrgang sem settur hefur verið út fyrir lóðamörk.

Lesa meira
Undirritunin í Urriðaholti

11. maí 2018 : Einstök veðurstöð á sviði blágrænna regnvatnslausna rís í Urriðaholti

Garðabær, Urriðaholt ehf., Veðurstofa Íslands og Háskóli Íslands fara í samstarf um uppbyggingu rannsóknarmiðstöðvar á sviði blágrænna regnvatnslausna. Samningur þess efnis var undirritaður í dag, föstudaginn 11. maí, af Gunnari Einarssyni bæjarstjóra Garðabæjar, Ólafi Helga Ólafssyni stjórnarformani Urriðaholts ehf, Jóni Atla Benediktssyni rektor Háskóla Íslands og Árna Snorrasyni forstjóra Veðurstofu Íslands.

Lesa meira
Stórátak við uppbyggingu skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins

8. maí 2018 : Stórátak við uppbyggingu skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins

Sveitarfélögin Garðabær, Mosfellsbær, Seltjarnarnesbær, Kópavogsbær, Hafnarfjarðarbær og Reykjavíkurborg, sem sameiginlega reka skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins undirrituðu í gær tímamótasamkomulag sveitarfélaganna. 

Lesa meira
Séð yfir Garðabæ

8. maí 2018 : Fjórir flokkar bjóða fram lista til sveitarstjórnarkosninga 26. maí

Yfirkjörstjórn Garðabæjar hefur veitt viðtöku fjórum framboðum til sveitarstjórnarkosninga í Garðabæ sem fram eiga að fara laugardaginn 26. maí nk.

Lesa meira
Erna Ingibjörg, skólastjóri Álftanesskóla

7. maí 2018 : Erna Ingibjörg ráðin í starf skólastjóra Álftanesskóla

Erna Ingibjörg Pálsdóttir hefur verið ráðin í starf skólastjóra Álftanesskóla frá og með 1. ágúst næstkomandi. 

Lesa meira
Vinnuskóli

4. maí 2018 : Opið fyrir skráningu í Vinnuskólann

Búið er að opna fyrir umsóknir um störf ungmenna í Vinnuskóla Garðabæjar í sumar. Vinnuskólinn er fyrir 14-16 ára ungmenni fædd árin 2004, 2003 og 2002. 

Lesa meira
Séð yfir Garðabæ

3. maí 2018 : Opið bókhald Garðabæjar enn lokað

Í framhaldi af fréttaflutningi um að í svokölluðu „opnu bókhaldi“ sem birt hefur verið á vefsíðu Garðabæjar hafi verið unnt að nálgast persónu-upplýsingar var aðgengi að því tafarlaust lokað. 

Lesa meira
Íbúafundur Álftanes

2. maí 2018 : Fjölmargir á kynningarfundi um skipulag á Álftanesi

Kynningarfundur um forkynningu á deiliskipulagi miðsvæðis Álftaness, forkynning á deiliskipulagi Bessastaða og verkefnislýsing vegna deiliskipulags Norðurness var haldinn í hátíðarsal íþróttamiðstöðvarinnar á Álftanesi, fimmtudaginn 26. apríl síðastliðinn. 

Lesa meira
Séð yfir Garðabæ

30. apr. 2018 : Lokað fyrir aðgang að opnu bókhaldi Garðabæjar

Í fréttaflutningi fjölmiðla síðastliðna daga hefur komið fram að í svokölluðu „opnu bókhaldi“, sem birt er á vefsíðum tiltekinna sveitarfélaga, hafi verið unnt í takmarkaðan tíma að nálgast tilteknar upplýsingar er áttu ekki að vera aðgengilegar þar. 

Lesa meira
Plast í poka

27. apr. 2018 : Vinningshafi - bæklingur um plastflokkun

Íbúar í Garðabæ hafa frá því í byrjun mars getað flokkað plast með því að setja það sér í poka og beint í tunnuna með almenna sorpinu. Bæklingur með upplýsingum um plastflokkunina var dreift inn á heimili í Garðabæ 

Lesa meira
Ragnheiður í Jónshúsi

27. apr. 2018 : Vel heppnuð jazzhátíð

Jazzhátíð Garðabæjar var haldin 19.-21. apríl sl. Jazzhátíð Garðabæjar var haldin á vegum menningar- og safnanefndar Garðabæjar en listrænn stjórnandi hefur frá upphafi verið Sigurður Flosason tónlistarmaður.

Lesa meira
Listadagahátíð

27. apr. 2018 : Gleðin réði ríkjum á listadagahátíð

Í gærmorgun, fimmtudaginn 26. apríl var haldin listadagahátíð í tilefni Listadaga barna- og ungmenna í Garðabæ. Um var að ræða skemmtidagskrá fyrir börn á aldrinum 4-8 ára og mættu fjölmargir leikskólar bæjarins og yngstu bekkir grunnskóla.

Lesa meira
Síða 12 af 18