Fréttir: júní 2020 (Síða 2)
Fyrirsagnalisti
Útskriftardagur í leikskólanum Ökrum
Í byrjun júní var haldin flott útskrift í leikskólanum Ökrum fyrir elstu nemendurna í leikskólanum sem eru að fara hefja grunnskólagöngu í haust.
Lesa meira17. júní í Garðabæ
Garðbæingar eru hvattir til að halda daginn hátíðlegan í samveru fjölskyldu og vina í sínu nærumhverfi. Skreytum með fánum og grillum heima í garðinum, njótum útivistar, förum í sund og heimsækjum söfn!
Lesa meiraPlast áfram sett í grenndargáma eða endurvinnslustöðvar út júní
Kári vindflokkari verður úr notkun út júní vegna prófana á nýrri vélrænni flokkunarlínu í móttöku- og flokkunarstöð SORPU í Gufunesi.
Lesa meiraFramkvæmdir við nýtt hringtorg við Flataskóla - Litlatún lokar í 2-3 vikur
Framkvæmdir eru hafnar við endurbætur á Hafnarfjarðarvegi og Vífilsstaðavegi. Fyrsti áfanginn í verkinu er að byggja nýtt hringtorg á Vílfisstaðavegi, á móts við Flataskóla og Litlatún. Vegna þessa verður Litlatúni lokað við Vífilsstaðaveg í u.þ.b. 2 -3 vikur.
Lesa meiraFólkvangurinn Hlið á Álftanesi stækkaður
Markmið friðlýsingarinnar er að tryggja landsvæði til útivistar og almenningsnota. Fjaran og aðliggjandi sjávarsvæði eru sérstaklega áhugaverð til náttúruskoðunar svo sem fugla- og fjöruskoðunar, en meðal tegunda sem finnast innan fólkvangsins eru margæs, æðarfugl, rauðbrystingur, sendlingur og tildra.
Lesa meiraSundlaugin í Ásgarði hlýtur aðgengisverðlaun Sjálfsbjargar
Sundlaugin í íþróttamiðstöðinni Ásgarði í Garðabæ hlýtur aðengisverðlaun Sjálfsbjargar, landssambands hreyfihamlaðra, árið 2020.
Lesa meiraAukin sálfræðiþjónusta fyrir börn
Gunnar Einarsson, bæjarstjóri og Tanja Dögg Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Mín líðan undirrituðu þann 28. maí sl. samning um aukna sálfræðiþjónustu fyrir börn á elsta stigi grunnskóla Garðabæjar sem eru að glíma við kvíða.
Lesa meiraLokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar var haldin í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju, fimmtudaginn 28. maí sl. Nemendur úr sjöunda bekk í grunnskólum Garðabæjar tóku þátt í lokahátíðinni
Lesa meiraUmsóknarfrestur um sumarstörf framlengdur
ATH - Umsóknarfrestur fyrir sumarstörf fyrir 17-25 ára hefur verið framlengdur til miðnættis 3. júní.
Lesa meira- Fyrri síða
- Næsta síða