Fréttir: febrúar 2017
Fyrirsagnalisti
Snjómokstur í bænum
Allur tiltækur mannskapur og tæki hafa verið á fullu í snjóhreinsun frá aðfaranótt sunnudags þegar gríðarmikið magn af snjó féll á höfuðborgarsvæðinu. Enn er unnið að hreinsun gatna en allar stofnbrautir voru orðnar færar snemma í morgun
Lesa meira
Foreldar eru beðnir um að sækja börn að loknu frístundastarfi síðdegis vegna veðurs
Ef veður hefur versnað meðan á skólahaldi/frístundastarfi stendur. Foreldrar / forráðamenn eru beðnir að sækja börn sín í lok skóla eða frístundastarfs. The weather conditions in the Reykjavik area have deteriorated and parents and/or guardians of children younger than 12 are asked to pick up their children at the end of the school day or after school programs
Lesa meira
Innra eftirlit með þjónustu við fatlað fólk og fræðslustarf
Félagsmálastjórar á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur (í Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ og Mosfellsbæ) mynduðu samráðshóp um þjónustu við fatlað fólk þegar málaflokkurinn var færður til sveitarfélaganna í ársbyrjun 2011.
Lesa meira
Ánægja með þjónustu Garðabæjar
Garðabær lendir í 2. sæti í sex spurningum af þrettán viðhorfsspurningum í árlegri íbúakönnun Gallup sem var framkvæmd í lok árs 2016. Þjónustukönnunin er síma- og netkönnun þar sem viðhorf íbúa til þjónustu í 19 stærstu sveitarfélögum landsins er mælt.
Lesa meira
Bókasafn Garðabæjar verður með dagskrá í vetrarfríinu
Í tilefni af vetrarfríi grunnskólanna í Garðabæ býður Bókasafn Garðabæjar á Garðatorgi upp á dagskrá fyrir börn vikuna 20. -24. febrúar.
Lesa meira
Forsetinn heimsótti eldri borgara í Jónshúsi
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson heimsótti eldri borgara í félagsmiðstöðinni Jónshúsi miðvikudaginn 15. febrúar sl. Það var Félag eldri borgara í Garðabæ sem hafði frumkvæði að heimsóknni og bauð forseta Íslands að heimsækja Jónshús sem er staðsett við Strikið í Sjálandshverfinu.
Lesa meira
Góður fundur með lögreglu
Miðvikudaginn 15. febrúar sl. var haldinn íbúafundur með fulltrúum lögreglu í Flataskóla. Sagt var frá átaki Garðabæjar um nágrannavörslu og hvernig staðið hafi verið að því undanfarin ár. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn fór einnig yfir ýmsar tölur er varða afbrot.
Lesa meiraSkrifað undir samstarfssamning við Stjörnuna
Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar og Sigurður Bjarnason formaður Stjörnunnar undirrituðu samstarfssamning Garðabæjar og Stjörnunnar til tveggja ára 7. febrúar sl. Í samningnum er kveðið á um gagnkvæmar skyldur samningsaðila um útfærslu á íþróttastarfi í Garðabæ. UMF Stjarnan skal hafa það að markmiði í starfsemi sinni að bjóða börnum og unglingum skipulagt íþróttastarf undir leiðsögn vel menntaðra og hæfra leiðbeinenda þar sem lýðheilsa og forvarnargildi íþrótta er höfð að leiðarljósi.
Lesa meira
Dagur tónlistarskólanna 11. febrúar
Fjölbreytt dagskrá verður í Tónlistarskóla Garðabæjar á Degi tónlistarskólanna sem haldinn verður laugardaginn 11. febrúar nk. Þá gefst Garðbæingum færi á að heimsækja skólann og njóta tónlistar af ólíku tagi Dagskráin fer fram á báðum starfsstöðvum skólans, í Kirkjulundi 11 og við Breiðumýri á Álftanesi.
Lesa meira
Fundir með íbúum og lögreglunni í febrúar og mars
Garðabær boðar til fundar með íbúum Garðabæjar og fulltrúum lögreglunnar miðvikudaginn 15. febrúar og miðvikudaginn 8. mars. Á dagskrá fundanna er afbrotatölfræði og nágrannavarsla.
Lesa meira
Góð aðsókn á Safnanótt og Sundlauganótt
Garðabær tók þátt í Vetrarhátíð sem var haldin dagana 2.-5. febrúar sl. Eins og fyrri ár voru söfn bæjarins þátttakendur í Safnanótt sem fór fram föstudagskvöldið 3. febrúar frá kl. 18-23.
Lesa meiraBæjarból tók þátt í tannverndarvikunni
Leikskólinn Bæjarból tók þátt í tannverndarvikunni sem var haldin dagana 30. janúar - 3. febrúar sl. á vegum Landlæknisembættisins og Tannlæknafélagi Íslands. Fjölbreytt dagskrá þessu tengt var í leikskólanum þar sem börnin fengu fræðslu, sungu lag um tennurnar, hlustuðu á Karíus og Baktus
Lesa meira
Síða 1 af 2
- Fyrri síða
- Næsta síða