Fréttir: 2018 (Síða 16)

Fyrirsagnalisti

Sumarstörf

2. mar. 2018 : Sumarstörf fyrir ungt fólk

Fjölbreytt sumarstörf eru í boði sumarið 2018 fyrir ungmenni 17 ára og eldri. Um er að ræða störf í garðyrkju, slætti, almenn verkamannastörf, störf í umhverfishópum, störf á bæjarskrifstofu Garðabæjar, störf í Bókasafni Garðabæjar, störf í Hönnunarsafni Íslands, störf á heimilum fatlaðs fólks, störf í leikskólum, störf í þjónustu við eldri borgara, skapandi sumarstörf, störf með fötluðum ungmennum, störf í vinnuskóla og störf á sumarnámskeiðum íþrótta- og tómstundafélaga.

Lesa meira
Skólaþing

1. mar. 2018 : Skólaþing Garðabæjar – Hvað finnst þér mikilvægast?

Skólaþing Garðabæjar verður haldið miðvikudaginn 7. mars nk. frá kl. 17:30-19:30 í sal Flataskóla við Vífilsstaðaveg. Íbúar, foreldrar/forráðamenn og aðrir áhugasamir um skólamál, eru velkomnir á skólaþingið til að taka þátt í umræðum um skólasamfélagið í Garðabæ, leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla.

Lesa meira
Leikskólinn Ásar

23. feb. 2018 : Leikskólar Hjallastefnunnar fyrir leikskólabörn á öllum aldri

Næsta haust verða leikskólar Hjallastefnunnar í Garðabæ fyrir leikskólabörn á öllum aldri. Leikskólinn Ásar við Bergás býður þar með tólf mánaða til fimm ára börn velkomin og hið sama gildir um leikskólana tvo á Vífilsstöðum, Litlu-Ása og Hnoðraholt. Litlu- Ásar hefur frá upphafi verið ungbarnaleikskóli fyrir börn frá tólf mánaða aldri en nú geta börnin verið áfram þar alla leikskólagönguna.

Lesa meira
Fundur með þingmönnum

23. feb. 2018 : Fundað með þingmönnum Suðvesturkjördæmis

Föstudaginn 16. febrúar funduðu bæjarfulltrúar Garðabæjar og þingmenn Suðvesturkjördæmis þar sem farið var yfir helstu mál sem eru á döfinni hjá Garðabæ. Fundurinn, sem var haldinn í íþróttamiðstöð GKG, var hluti af sk. kjördæmaviku alþingis sem stóð yfir 13.-16. febrúar sl.

Lesa meira
Vindflokkarinn Kári

23. feb. 2018 : Plastið í sér poka og beint út í tunnu

Íbúar í Garðabæ geta frá og með 1. mars nk. sett allt plast saman í lokuðum plastpoka beint í gráu sorptunnuna (orkutunnuna). Plastpokarnir verða flokkaðir sérstaklega frá öðru rusli og þeim komið til endurvinnslu. Plastflokkun í plastpoka er samstarfsverkefni SORPU og fjögurra sveitarfélaga, Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnesbæjar.

Lesa meira
Undirritun um öryggismyndavélar

21. feb. 2018 : Samkomulag um uppsetningu og rekstur á öryggismyndavélakerfi

Garðabær, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Neyðarlínan ohf hafa undirritað samkomulag um verklag við kaup, uppsetningu og rekstur á öryggismyndavélakerfi í Garðabæ. Öryggismyndavélakerfið er eingöngu ætlað að þjóna þörfum lögreglu og annarra neyðaraðila.

Lesa meira
Dúkkuhús smáhúsasmiðja

16. feb. 2018 : Dagskrá í bókasafni og Hönnunarsafninu í vetrarfíi grunnskóla

Vetrarfrí stendur yfir í grunnskólum Garðabæjar dagana 19.-23. febrúar nk. Í vetrarfríinu er boðið upp á dagskrá í Bókasafni Garðabæjar við Garðatorg þar sem verða bíósýningar, föndursmiðjur og einnig er hægt að glugga í bækur, teikmyndasögur, lita myndir, leysa þrautir, krossgátur og ratleiki, spila, tefla og púsla allan daginn. Einnig verður smáhúsasmiðja í Hönnunarsafninu miðvikudaginn 21. febrúar

Lesa meira
Vindflokkarinn Kári

15. feb. 2018 : Plastið í poka frá 1. mars

Íbúar í Garðabæ geta frá og með 1. mars nk. sett allt plast saman í lokuðum plastpoka beint í gráu sorptunnuna (orkutunnuna). Plastpokarnir verða flokkaðir sérstaklega frá öðru rusli og þeim komið til endurvinnslu. Plastflokkun í plastpoka er samstarfsverkefni SORPU og fjögurra sveitarfélaga, Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnesbæjar.

Lesa meira
Skjátímasegull

14. feb. 2018 : Seglar með viðmið um skjánotkun

Í framhaldi af forvarnaviku sem haldin var í leik- og grunnskólum Garðabæjar í október sl. lét mannréttinda- og forvarnanefnd Garðabæjar útbúa segla með viðmiðum um skjánotkun. Öllum börnum í leik- og grunnskólum Garðabæjar verður gefinn segull og verður hann afhentur í skólunum á næstu dögum.

Lesa meira
Nýtt upplýsingaver Garðaskóla

9. feb. 2018 : Nýtt upplýsingaver Garðaskóla

Upplýsingaver Garðaskóla var opnað í desember eftir róttækar breytingar á efri hæð skólans. Framkvæmdum er ekki lokið að fullu því eftir er að innrétta verið með varanlegum húsgögnum.

Lesa meira
Íbúafundur í Flataskóla

9. feb. 2018 : Bjóðum í samtal – góð mæting á íbúafundi

Garðabær hefur staðið að röð íbúafunda undir yfirskriftinni ,,Bjóðum í samtal“ í janúar og febrúar. Fjórði og síðasti fundurinn í röðinni var haldinn miðvikudaginn 7. febrúar sl. í sal Flataskóla. Góð mæting var á alla fundina og íbúar mjög áhugasamir um að fræðast um starfssemi bæjarins og að koma málefnum og spurningum sínum að.

Lesa meira
Hlustunarpartý í Hönnunarsafninu

9. feb. 2018 : Fjölbreytt dagskrá í söfnum Garðabæjar og stuð í Álftaneslaug

Garðabær tók þátt í Vetrarhátíð sem var haldin dagana 1.-4. febrúar sl. Í tilefni hátíðarinnar voru ýmsar byggingar á höfuðborgarsvæðinu lýstar upp í grænum lit norðurljósanna og í Garðabæ voru var Bessastaðakirkja lýst upp í grænum tónum og einnig efsti hlutinn á ráðhústurninum á Garðatorgi og grænir ljósastaurar lýstu leiðina inn í Hönnunarsafnið og Bókasafnið á Garðatorgi.

Lesa meira
Síða 16 af 18