Fréttir: 2018 (Síða 17)
Fyrirsagnalisti

Upptakturinn – Tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna
Með Upptaktinum, Tónsköpunarverðlaunum barna og ungmenna, gefst ungu fólki færi á að senda inn tónsmíð eða drög að tónsmíðum og vinna markvisst úr hugmyndum sínum með fulltingi listamanna.
Lesa meira
Bein útsending af íbúafundi í Flataskóla hefst kl. 17:30
Bein útsending af íbúafundi í Flataskóla hefst kl. 17:30 á fésbókarsíðu Garðabæjar
Lesa meira
Góð mæting á íbúafund í Sjálandsskóla
Miðvikudaginn 31. janúar sl.var haldinn íbúafundur í Sjálandsskóla undir yfirskriftinni Bjóðum í samtal. Fundurinn var sá þriðji í röðinni af fjórum íbúafundum í Garðabæ í janúar og febrúar á þessu ári. Góð mæting var á fundinn í Sjálandsskóla og greinilegt að íbúar eru áhugasamir um að fræðast um starfssemi bæjarins og að koma málefnum og spurningum sínum að.
Lesa meira
Bein útsending af íbúafundi í Sjálandsskóla hefst kl. 17:30
Bein útsending af íbúafundinum í dag hefst kl. 17:30 á fésbókarsíðu Garðabæjar
Lesa meira
Safnanótt og sundlaugafjör í Garðabæ föstudaginn 2. febrúar

Karlmenn í leikskólum
Þriðjudaginn 23. janúar sl. var haldinn fræðslufundur fyrir karlmenn sem starfa innan leikskóla í Garðabæ. Ragnar Róbertsson, leikskólakennari og deildarstjóri í leikskólanum Laugasól í Reykjavík, var gestur fundarins. Á fundinum lýsti hann vali sínu á framtíðarstarfi sem leikskólakennari og þá þætti sem eru mest gefandi í starfinu.
Lesa meira
Niðurstöður úr viðhorfskönnun um jafnréttismál, starfsþróun og endurmenntun
Haustið 2017 var gerð viðhorfskönnun meðal starfsfólks Garðabæjar um jafnréttismál, starfsþróun og endurmenntun. Könnunin var unnin sem liður í jafnréttisáætlun Garðabæjar fyrir árin 2014-2018. Markmið jafnréttisáætlunar Garðabæjar er að koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kvenna og karla og jafna þannig stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins.
Lesa meira
Staða framkvæmda við Ásgarðslaug
Endurbætur á sundlauginni í Ásgarði og rýmum innandyra er ein stærsta framkvæmdin sem hefur verið í gangi hjá Garðabæ á liðnu ári. Miðvikudaginn 24. janúar sl. var boðið til opins kynningarfundar um stöðu framkvæmda við Ásgarðslaug. Hópur fastagesta við Ásgarðslaug óskaði eftir að fá kynningu á stöðu framkvæmdanna og þeim ásamt öllum sem áhuga höfðu var boðið að koma í heimsókn í laugina.
Lesa meira
Fræðsla um svefnvenjur yngstu barnanna
Arna Skúladóttir sérfræðingur í barnahjúkrun hélt nýverið fyrirlestur í Garðabæ fyrir leikskólakennara og starfsfólk leikskóla í Kraganum (öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur) undir heitinu „Samspil líðan og svefns á streitu hjá börnum".
Lesa meira
Bjóðum í samtal – tveir fundir framundan
Miðvikudaginn 24. janúar sl.var haldinn íbúafundur í hátíðarsal Álftaness í íþróttamiðstöðinni. Fundurinn var annar í röðinni af fjórum íbúafundum í Gaðrabæ undir yfirskriftinni Bjóðum í samtal. Ágætis mæting var á fundinn á Álftanesinu þar sem fundarmenn hlustuðu á örkynningar
Lesa meira
Góð mæting á íbúafund
Góð mæting var á íbúafundinn sem var haldinn miðvikudaginn 17. janúar sl. í sal Toyota í Kauptúni. Íbúafundurinn var sá fyrsti í röð íbúafunda sem verða haldnir næstu miðvikudaga út janúar og fyrstu vikuna í febrúar. Á þennan fyrsta fund voru íbúar í Urriðaholti, Vífilsstöðum og Hnoðraholti sérstaklega velkomnir en hverfaskipting íbúafundanna er eingöngu leiðbeinandi og allir íbúar eru velkomnir á þann fund eða fundi sem hentar þeim best
Lesa meira
Öflug nágrannavarsla mikilvæg
Síðustu daga og vikur virðist hafa verið mikið um innbrot á höfuðborgarsvæðinu og þar á meðal í Garðabæ.
Lesa meira