Fréttir: 2018 (Síða 18)

Fyrirsagnalisti

Bjóðum í samtal

17. jan. 2018 : Bein útsending af íbúafundi í dag hefst kl. 17:30

Bein útsending af íbúafundi Garðabæjar sem verður haldinn í dag miðvikudaginn 17. janúar verður á fésbókarsíðu Garðabæjar og hefst þar kl. 17:30.

Lesa meira
Séð yfir Garðabæ

16. jan. 2018 : Mikil ánægja með þjónustu Garðabæjar

Garðabær lendir í 1. sæti þegar spurt er um ánægju íbúa með þjónustu leikskóla, þjónustu grunnskóla og hversu vel eða illa starfsfólk bæjarins hefur leyst úr erindum íbúa samkvæmt niðurstöðum úr árlegri þjónustukönnun Gallup sem var framkvæmd í lok árs 2017. Þjónustukönnunin er síma- og netkönnun þar sem viðhorf íbúa til þjónustu í 19 stærstu sveitarfélögum landsins er mælt. Lesa meira
Flatahverfi

15. jan. 2018 : Neysluvatn í Garðabæ í lagi

Að gefnu tilefni vegna fréttar 15. janúar um að jarðvegsgerlar hafa mælst í neysluvatni/kalda vatninu fyrir sum hverfi Reykjavíkurborgar er rétt að taka fram að það er í lagi með neysluvatnið/kalda vatnið í Garðabæ. Garðabær fær kalt vatn úr vatnsbólum í Vatnsendakrika þar sem ný mæling sýnir að þar eru ekki jarðvegsgerlar.

Lesa meira
Lið ársins

12. jan. 2018 : Lið ársins og þjálfari ársins 2017

Meistaraflokkur kvenna í hópfimleikum hjá Stjörnunni var valið lið ársins á íþróttahátíð Garðabæjar sem fór fram 8. janúar sl. Þá var einnig tilkynnt um val á viðurkenningu fyrir þjálfara árins sem að þessu sinni var Halldór Ragnar Emilsson þjálfari í knattspyrnudeild Stjörnunnar.

Lesa meira
Íþróttahátíð Garðabæjar

12. jan. 2018 : Viðurkenningar fyrir framlag til íþrótta- og æskulýðsstarfs

Á íþróttahátíð Garðabæjar sem fór fram 8. janúar sl. voru veittar viðurkenningar fyrir framlag til íþrótta- og æskulýðsstarfs. Í ár voru það Halldór Klemenzson, Golfklúbbi Álftaness og Guðrún Jónsdóttir, Stjörnunni sem hlutu þær viðurkenningar.

Lesa meira
Bjóðum í samtal

12. jan. 2018 : Bjóðum í samtal - íbúafundir í janúar og febrúar

Í janúar og febrúar verða haldnir íbúafundir með Gunnari Einarssyni bæjarstjóra og sviðsstjórum Garðabæjar þeim Margréti Björk Svavarsdóttur forstöðumanni fræðslu- og menningarsviðs, Bergljótu Sigurbjörnsdóttur forstöðumanni fjölskyldusviðs og Eysteini Haraldssyni forstöðumanni tækni- og umhverfissviðs.

Lesa meira
UMFA meistarar

9. jan. 2018 : Meistaraflokkur UMFÁ Íslandsmeistarar í innanhússknattspyrnu kvenna

Stúlkurnar í meistaraflokki Álftaness urðu Íslandsmeistarar í innanhússknattspyrnu síðastliðinn sunnudag. Þær spiluðu gegn Breiðablik í úrslitum og unnu öruggan sigur.

Lesa meira
óna Sæmundsdóttir forseti bæjarstjórnar Garðabæjar, móðir Péturs Fannars Gunnarssonar dansara sem var erlendis, Andrea Sif Pétursdóttir fimleikakona, Gunnar Einarsson bæjarstjóri og Björg Fenger forma

8. jan. 2018 : Andrea Sif og Pétur Fannar eru íþróttamenn ársins 2017

Íþróttamenn Garðabæjar árið 2017 eru Andrea Sif Pétursdóttir fimleikakona úr Stjörnunni og Pétur Fannar Gunnarsson dansari í Dansfélagi Reykjavíkur.

Lesa meira
Strætó

5. jan. 2018 : Leiðakerfisbreytingar og næturakstur hjá Strætó 2018

Sunnudaginn 7. janúar taka í gildi umfangsmiklar breytingar á þjónustustigi Strætó bs. Þjónustutími verður lengdur á leiðum 1, 2, 3, 4, 5, 6, 11, 12, 15 og 18 til klukkan 01:00 á kvöldin. Sex leiðir verða í næturakstri úr miðbæ Reykjavíkur aðfaranætur laugar- og sunnudaga.

Lesa meira
Jólatré dregið

3. jan. 2018 : Jólatré hirt sunnudaginn 7. janúar nk.

Hjálparsveit Skáta í Garðabæ sér um að hirða jólatré í öllum hverfum Garðabæjar sunnudaginn 7. janúar (og mánudaginn 8. janúar).

Lesa meira
Síða 18 af 18