Fréttir: 2020 (Síða 15)

Fyrirsagnalisti

covid.is

23. mar. 2020 : Sundlaugum, íþróttamiðstöðvum og söfnum lokað

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið, í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis, að takmarka samkomur enn frekar en áður vegna hraðari útbreiðslu Covid-19 í samfélaginu. Viðburðir þar sem fólk kemur saman verða takmarkaðir við 20 manns í stað 100 áður.

Lesa meira
Hringjum í eldra fólk

20. mar. 2020 : Hlúum hvert að öðru

Á meðan á samkomubanni stendur er mikilvægt að sporna gegn félagslegri einangrun fólks. Hringjum í eldra fólk.

Lesa meira
Turn tekin úr kirkjuturni

18. mar. 2020 : Frístundabíllinn keyrir ekki dagana 16.-20. mars

Frístundabíllinn í Garðabæ keyrir ekki dagana 16.- 20. mars vegna samkomubanns á landinu.

Lesa meira
Þverun á Norðurnesvegi

18. mar. 2020 : Norðurnesvegur þveraður á fimmtudag frá kl. 9-12

Vegna framkvæmda við endurnýjun lagna í Túngötu verður Norðurnesvegur þveraður á fimmtudag 19. mars nk. frá kl. 09:00 til kl 12:00.

Lesa meira

17. mar. 2020 : Sterk fjárhagsstaða Garðabæjar

Ársreikningur Garðabæjar fyrir árið 2019, sem lagður var fram á fundi bæjarráðs Garðabæjar 17. mars 2020 lýsir sterkri fjárhagsstöðu sveitarfélagsins.

Lesa meira
Ásgarðslaug

16. mar. 2020 : Sundlaugar verða opnar um sinn

Sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu verða opnar í samkomubanni.

Lesa meira
Séð yfir Garðabæ

16. mar. 2020 : Skólaakstur úr Urriðaholti fellur niður næstu vikur

Vegna takmarkana á skólahaldi næstu vikur fellur skólaakstur úr Urriðaholti niður fyrir nemendur í 6.-10. bekk. Forráðamenn þeirra nemenda í 6.-10. bekk sem þurfa akstur úr Urriðaholti í grunnskóla í önnur hverfi bæjarins geta haft samband við þjónustuver Garðabæjar

Lesa meira

15. mar. 2020 : Sundlaugar og skólar lokaðir 16. mars til undirbúnings næstu daga

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa síðan á föstudag unnið að útfærslu á skólastarfi, starfsemi íþróttamiðstöðva, sundlauga og menningarhúsa næstu vikna í samræmi við tilmæli sóttvarnarlæknis og stjórnvalda. 

Lesa meira
covid.is

13. mar. 2020 : Covid.is - ný upplýsingasíða fyrir almenning

Nýr vefur með góðum ráðum og upplýsingum um COVID-19 er kominn í loftið. Vefslóðin er covid.is

Lesa meira

13. mar. 2020 : Tilkynning frá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu er varðar starfsemi grunn- og leikskóla

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum í dag, föstudaginn 13. mars, hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga sem felur m.a. í sér að skólahald verður takmarkað tímabundið. Nánari útfærslur verða unnar samkvæmt tilmælum stjórnvalda. English below.

Lesa meira
Séð yfir Garðabæ

12. mar. 2020 : Þjónusta á bæjarskrifstofum í ljósi neyðarstigs almannavarna

Í ljósi neyðarstigs almannavarna sem nú er í gildi vegna COVID-19 faraldursins eru íbúar og viðskiptavinir sem eiga erindi við bæjarskrifstofur Garðabæjar hvattir til að senda tölvupóst á gardabaer@gardabaer.is eða hringja í þjónustuverið í s. 525 8500 til að takmarka komur á bæjarskrifstofurnar.

Lesa meira
Séð yfir Garðabæ og Arnarnesvog

12. mar. 2020 : Kaldavatnslaust í Kríunesi, Þrastanesi og Súlunesi vegna bilunar

Vegna bilunar er kaldavatnslaust í eftirfarandi götum á Arnarnesi: Kríunesi, Þrastanesi og Súlunesi. Unnið er að viðgerð en reikna má með að það verði vatnslaust eitthvað fram eftir kvöldi.

Lesa meira
Síða 15 af 19