Fréttir (Síða 156)

Fyrirsagnalisti

Séð yfir Garðabæ

7. apr. 2017 : Bíó í bókasafninu í páskafríinu

Í Bókasafni Garðabæjar við Garðatorg verður boðið upp á bíósýningar fyrir grunnskólabörn í páskafríinu 10.-12. apríl nk. Bíósýningarnar hefjast kl. 10 Lesa meira
Séð yfir Garðabæ

6. apr. 2017 : Garðabær kaupir land Vífilsstaða

Garðabær og fjármála- og efnahagsráðuneytið f.h. ríkissjóðs hafa náð samkomulagi um að Garðabær kaupi jörðina Vífilsstaði. Um er að ræða alls 202,4 ha sem er svæðið í kringum Vífilsstaðaspítala, svæði austan Vífilsstaða (Skyggnir), núverandi golfvallarsvæði GKG, friðland í Vífilsstaðahrauni (Svínahrauni) og Rjúpnahæð á móts við Kjóavelli. Lesa meira
Sigríður Sigurjónsdóttir, forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands

5. apr. 2017 : Sigríður Sigurjónsdóttir er nýr forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands

?Sigríður Sigurjónsdóttir hefur verið ráðin í starf forstöðumanns Hönnunarsafns Íslands. Sigríður tekur til starfa í Hönnunarsafninu í lok apríl þar sem hún tekur við af Hörpu Þórsdóttur sem nýverið var skipuð safnstjóri Listasafns Íslands.

Lesa meira

30. mar. 2017 Skipulagsmál Umhverfismál : Vel sóttur fundur um miðsvæði

Íbúafundur um miðsvæði Álftaness sem haldinn var fimmtudaginn 12. janúar var vel sóttur og er greinilegt að Álftnesingar hafa mikinn áhuga á sínu nærumhverfi.

Lesa meira
Séð yfir Garðabæ

30. mar. 2017 : Heitavatnslaust á Álftanesi og í Prýðahverfi föstudaginn 31. mars frá kl. 9-17

Vegna bilunar á stofnæð verður heitavatnslaust á Álftanesi og í Prýðahverfi föstudaginn 31. mars frá kl. 9-17. Sundlaugin verður lokuð frá kl. 9 á föstudeginum til kl. 9 á laugardagsmorgni. Lesa meira
Ný hjólabraut tekin í notkun

30. mar. 2017 : Ný hjólabraut tekin í notkun

Það var líf og fjör á nýju hjólabrautinni sem er á skólasvæðinu milli Garðaskóla og Flataskóla þegar brautin var formlega tekin í notkun fimmtudaginn 30. mars í sólskinsveðri.

Lesa meira
Séð yfir Garðabæ

28. mar. 2017 : Sumarstörf fyrir ungmenni - umsóknarfrestur til og með 1. apríl

Ungmenni, 17 ára og eldri, geta sótt um fjölbreytt störf í sumar hjá Garðabæ. Sumarstörfin voru auglýst í byrjun mars og umsóknarfrestur er til og með laugardagsins 1. apríl nk. Lesa meira
Séð yfir Garðabæ

24. mar. 2017 : Faghópur um skapandi leikskólastarf heimsótti Akra

Faghópur um skapandi starf í leikskólum heimsótti leikskólann Akra um miðjan mars. Faghópurinn er innan Kennarasambands Íslands og stendur reglulega að ýmsum viðburðum s.s. heimsóknum í leikskóla til að kynnast skapandi starfi á hverjum stað. Lesa meira
Séð yfir Garðabæ

24. mar. 2017 : Hönnunarsafn Íslands tekur þátt í HönnunarMars

HönnunarMars hefur fest í sessi og er hátíð sem fer fram víðs vegar um höfuðborgarsvæðið dagana 23.-26. mars. Hönnunarsafn Íslands í Garðabæ tekur að venju þátt í HönnunarMars og býður upp á stólasýningu. Sunnudaginn 26. mars nk. kl. 14-15:30 ætlar Þóra Sigurbjörnsdóttir sérfræðingur safnsins og sýningarstjóri sýningarinnar Stóll að segja frá stólum á sýningunni Lesa meira
Séð yfir Garðabæ

24. mar. 2017 : Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju fimmtudaginn 23. mars sl. Nemendur úr sjöunda bekk í Garðabæ og Seltjarnarnesi kepptu á lokahátíðinni. Lesa meira
íbúafundur með fulltrúum lögreglu í febrúar 2017.  Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn kynnir tölfræði um afbrot í Garðabæ.

22. mar. 2017 : Tilraunaverkefni um uppsetningu á öryggismyndavélum

Á fundi bæjarráðs Garðabæjar, þriðjudaginn 21. mars sl., var samþykkt að fela bæjarstjóra, í samstarfi við lögreglu og Neyðarlínu, að undirbúa, sem tilraunaverkefni, uppsetningu á öryggismyndavélum á hringtorgi á Álftanesi, við Bessastaðaafleggjara.

Lesa meira
Séð yfir Garðabæ

17. mar. 2017 : Góð frammistaða skóla í Garðabæ í undankeppni Skólahreysti í TM höllinni í Mýrinni

Á þriðjudag fór fram þriðji riðill í Skólahreysti þar sem lið Sjálandsskóla og Garðaskóla kepptu og stóðu bæði lið sig með sóma. Lesa meira
Síða 156 af 550